Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Síða 73

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Síða 73
Elías Elíasson uösins. — Frú — frúin hérna var að segja mér stamar hann loks, og er ger- samlega ringlaður. — Já, ég var að segja honum, hvað þú varst ánægð með ræðuna, flýtir Halldóra sér að skjóta inn í. — Það er nú líkast til að ég væri það, segir ekkjan. — Enda hefðu fleiri verið það í mínum sporum, eins og prestinum sagðist vel. Það ber öllum saman um það, að ræðan sú hafi verið fullkomlega höfðingja samboðin, hvað þá honum Elíasi mínum. Og raunar útförin öll. Svo að presturinn þarf ekki að bera kinnroða hennar vegna, ræðunnar þeirrar. En það er hann Elías minn, sem ekki .. . Snögglega er eins og gripið sé fyrir kverkar ekkjunni, en hún er ekki lengi að harka það af sér og brýnir röddina. — Það var svo langt frá því að hann ætti skilið að fá aðra eins líkræðu í veganesti inn í eilífðina, en manni datt nú samt í hug, að hún myndi eitthvað duga honum. Og hann var ekki verri en hann Jónas heitinn í Gröf, eins og ég hef margsagt við hana Halldóru mína og fullyrði og stend föst á, hvort heldur er við prestinn eða hinn æðsta dómara. Og presturinn jarðsöng Jónas heitinn líka og bað ekkert sérstaklega fyrir honum, svo það er hreinlega lokað fyrir mér, að hann Elías minn þyrfti meira við en hann Jónas. En svona er þetta nú samt. Presturinn hvimar augum til kvennanna og minnir helzt á fugl í snöru. Að lokum festir hann þó augu á ekkjunni og spyr varfærinn: Áttu við — að þú sért hrædd um sálarheill Elíasar heitins? — Sálarheill? Það má svosem nefna það því nafni. Það hirtir ofurlítið yfir presti. — Já, en kæra Guðný, ég er sannfærður um að það er — ég fullvissa þig um að það er algerlega ástæðulaus ótti. Ég hef aldrei heyrt nema gott eitt um Elías heitinn, svo ég skil ekki ... — Ætli ég fari nú ekki næst um það, grípur ekkjan fram í og er allt annað en mild á svip. — Auðvitað var Elías heitinn ekki annað en breyskur maður, sem átti við sína galla að stríða, eins og við öll, andvarpar vinkonan. — Það er einmitt það, sem ég átti við, flýtir presturinn sér að segja. — Og mér er óhætt að fullvissa þig um það, Guðný, að honum líður vel nú . . . — Ætli ég fari nú ekki næst um það, endurtekur ekkjan. — Ég hefði ekki verið að ómaka prestinn hingað að ástæðulausu, eins og hún Halldóra getur borið um. Það er ekki svo að skilja, að ég legg prestinum alveg í sjálfsvald hvað hann gerir, en hún Halldóra mín, sem er nú svo vel heima í öllum and- legum efnum, fullyrðir það, að presturinn hefði þurft að biðja miklu hetur 891
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.