Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Page 75

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Page 75
Elías Elíasson af því að presturinn hefði áður fengizt við álíka, þá hefði ég kannski ekki farið að ómaka hann hingað í kvöld. En þegar ég frétti að hann hefði komið með frægan miðil að sunnan í sumar, til þess að koma henni Miðmýrarskottu fyrir, sem búin er að elta Miðmýrarættina í tvö hundruð ár, þá datt mér nú ekki í hug að hann færi að neita mér um hjálp, þegar um er að ræða nýdáinn mann, og það sem hann sjálfur hefir jarðsett. Vinkonan rekur upp lágt undrunar og aðdáunaróp. — Er þetta satt? spyr hún, starandi áfjáðum augum á prestinn. — Ég get — ekki borið á móti því, viðurkennir presturinn úr snöru sinni. — 0, guði sé lof, andvarpar vinkonan og rennir augum upp á við. — Og tókst ykkur að hjálpa þessari vesalings, villuráfandi sál? — Við álítum að það muni takast með nógu löngum tíma. Miðillinn fékk hana til að flytja sig úr íhúðarhúsinu á Heiði, hún var þar í litlu herbergi í næsta herbergi við hjónaherbergið, hélt þar til að mestu, svo þetta var mjög óþægilegt fyrir þau hjónin, hún var með ýmsa hrekki bæði við þau og börn- in, en sem sagt, okkur tókst að fá hana til að flytja út í skemmu og fá góðar verur til þess að reyna að leiðbeina henni. Að vísu er hún mjög — hvað á maður að segja — vanþroska. — Guð veiti henni frið, hvíslar vinkonan klökk. Hún gerir enga tilraun til að fela tárin, sem streyma niður holdugar kinnarnar, þessi ástríka kona. — Þarna sérðu, Halldóra, gellur ekkjan við. — Ég er ekki að fara með neitt fleipur út í bláinn. Þú þekkir líklega ferilinn hennar Miðmýrarskottu, sem drap bæði sjálfa sig og barnið sitt, af því hún fékk ekki að eiga bónda- soninn á Miðmýri, ótínd vinnukonan. Líklega er þó ekki hægt að bera hann Elías minn saman við hana. En fyrir honum viljið þið ekki biðja! Þá rennur upp ljós fyrir presti. — Við? Jú, kæra Guðný, ef þú vilt það. Það er meir en velkomið. Ég hef víst ekki skilið fullkomlega. — Að vísu þætti mér betra — ég kysi heldur — að það bærist ekki út, þið skiljið. — Fólk gæti misskilið það. Hann horfir á þær til skiptis og kreistir kjúkur í sífellu. — Þó það nú væri, segir ekkjan léttbrýn. — Engum ætti að vera það kærara en mér, að hann Elías minn fengi frið í gröfinni. Og ekki fer ég að bera hann út, það hef ég aldrei gert, sem annaðhvort væri nú — konan hans. Og að loknum mjöltum og öðrum búverkum safnast heimilisfólkið saman í stofunni á Brekku. Ekki vífilengjulaust af allra hálfu. Bóndinn, Elías, fer að vísu í hreinar buxur og hvíta skyrtu, eftir harðar fortölur konu sinnar, en 393
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.