Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Blaðsíða 75
Elías Elíasson
af því að presturinn hefði áður fengizt við álíka, þá hefði ég kannski ekki
farið að ómaka hann hingað í kvöld. En þegar ég frétti að hann hefði komið
með frægan miðil að sunnan í sumar, til þess að koma henni Miðmýrarskottu
fyrir, sem búin er að elta Miðmýrarættina í tvö hundruð ár, þá datt mér nú
ekki í hug að hann færi að neita mér um hjálp, þegar um er að ræða nýdáinn
mann, og það sem hann sjálfur hefir jarðsett.
Vinkonan rekur upp lágt undrunar og aðdáunaróp. — Er þetta satt? spyr
hún, starandi áfjáðum augum á prestinn.
— Ég get — ekki borið á móti því, viðurkennir presturinn úr snöru sinni.
— 0, guði sé lof, andvarpar vinkonan og rennir augum upp á við. — Og
tókst ykkur að hjálpa þessari vesalings, villuráfandi sál?
— Við álítum að það muni takast með nógu löngum tíma. Miðillinn fékk
hana til að flytja sig úr íhúðarhúsinu á Heiði, hún var þar í litlu herbergi í
næsta herbergi við hjónaherbergið, hélt þar til að mestu, svo þetta var mjög
óþægilegt fyrir þau hjónin, hún var með ýmsa hrekki bæði við þau og börn-
in, en sem sagt, okkur tókst að fá hana til að flytja út í skemmu og fá góðar
verur til þess að reyna að leiðbeina henni. Að vísu er hún mjög — hvað á
maður að segja — vanþroska.
— Guð veiti henni frið, hvíslar vinkonan klökk. Hún gerir enga tilraun til
að fela tárin, sem streyma niður holdugar kinnarnar, þessi ástríka kona.
— Þarna sérðu, Halldóra, gellur ekkjan við. — Ég er ekki að fara með
neitt fleipur út í bláinn. Þú þekkir líklega ferilinn hennar Miðmýrarskottu,
sem drap bæði sjálfa sig og barnið sitt, af því hún fékk ekki að eiga bónda-
soninn á Miðmýri, ótínd vinnukonan. Líklega er þó ekki hægt að bera hann
Elías minn saman við hana. En fyrir honum viljið þið ekki biðja!
Þá rennur upp ljós fyrir presti. — Við? Jú, kæra Guðný, ef þú vilt það.
Það er meir en velkomið. Ég hef víst ekki skilið fullkomlega. — Að vísu
þætti mér betra — ég kysi heldur — að það bærist ekki út, þið skiljið. —
Fólk gæti misskilið það. Hann horfir á þær til skiptis og kreistir kjúkur í
sífellu.
— Þó það nú væri, segir ekkjan léttbrýn. — Engum ætti að vera það
kærara en mér, að hann Elías minn fengi frið í gröfinni. Og ekki fer ég að
bera hann út, það hef ég aldrei gert, sem annaðhvort væri nú — konan hans.
Og að loknum mjöltum og öðrum búverkum safnast heimilisfólkið saman í
stofunni á Brekku. Ekki vífilengjulaust af allra hálfu. Bóndinn, Elías, fer að
vísu í hreinar buxur og hvíta skyrtu, eftir harðar fortölur konu sinnar, en
393