Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Qupperneq 76

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Qupperneq 76
Tímarit Máls og menningar hann er næstum því enn fúlli á svipinn, en í dag þegar hann hafði lokið við að skera sjöunda pestarlambið. Og stúlkan, Sigríður, er döpur í bragði, eins og við raunverulega jarðarför, tárfellir öðruhvoru í laumi og þarf oft að snýta sér. Aftur á móti er tengdadóttirin töluvert snortin af mikilleik þess sem nú stendur til, enda hefir hún öðrum betur fylgzt með erfiðum svefnförum tengdamóður sinnar undangengna tíð, að ógleymdri kaffikönnunni, sem fyrir stuttu var kippt úr höndum hennar sjálfrar, svo að nærri hélt stórslysi. Vin- kona ekkjunnar situr á vinstri hönd presti, breið í sæti og um harm, slétt og hjört í andliti undir dökku, vel greiddu hári, geislandi af alltumlykjandi ástúð. Sá skilningur, sem nú ríkir milli hennar og prestsins eftir langar og upp- byggilegar viðræður, meðan ekkjan kljáðist við vandafólk sitt um þátttöku þess í væntanlegri helgiathöfn, hefir flæmt úr huga hennar þann beyg, sem áður dró úr henni mátt, svo að nú situr hún þarna í fullu jafnvægi. Hún horfir fjarrænu augnaráði fram fyrir sig og er þess albúin að taka við hoð- um frá hinum ósýnilega heimi, sem hún veit allt umhverfis þau. Og hinu fólk- inu er ljóst að undir bæn prestsins hlýtur eitthvað óvenjulegt að gerast. Prest- urinn situr fyrir innri enda borðsins og hefir fengið Nýjatestamenti og sálma- bók húsfreyju í sínar hendur, þar eð hann kom allslaus og óviðbúinn neins- konar guðsþjónustu. Hann hefir kastað frá sér öllum veraldlegum umhugs- unarefnum, jafnt bröndurum sem búshyggju og er ekki lengur eins og fugl í snöru, heldur virðulegur og hátíðlegur, djúpt snortinn af trúareinlægni þess- ara tveggja kvenna, og þeirri virðingu og því trausti sem þær, sérílagi ekkjan, bera til embættis hans. Hann sér í hendi, að hér hefir feitan hita rekið á fjörur trúarinnar, nú þegar vinkona ekkjunnar hefir í einlægni og trúnaði skýrt honum frá því hvernig maður Elías Elíasson var í raun og veru. Að vísu er eftirsjá að manns beztu líkræðu yfir slíkan vesaling, en um það tjáir ekki að fást út því sem komið er. Að sjálfsögðu hefði hann heldur kosið að koma hingað með góðan miðil, og láta hann fullvissa ekkjuna um að hinn látni Elías eigi enga sök á þeim atburðum, sem hér hafa gerzt, heldur ein- hver annar, sem reynir að koma af sér skömminni á saklausan mann. Sh'k skýring virðist honum bæði viðfelldin og sennileg. En hann er ekki viss um að ekkjan tryði þeirri skýringu, þar eð hún er svo örugg um sannleiksgildi drauma sinna og hugboða. Og að öllu athuguðu er óvist að miðill fengist til að hnekkja framburði annars miðils, fremur en læknir að bera vitni gegn starfsbróður sínum um ranga sjúkdómsgreiningu. En það sem mestu máli skiptir er að sjálfsögðu trúaröryggi ekkjunnar og fullvissa hennar um gildi heilagrar vígslu. Sönnun þess, að í fórum hins óhreytta, fáfróða alþýðu- 394
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.