Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Page 77

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Page 77
Elías Elíasson manns er trúin heilsteyptust, einlægust og fegurst. Hann verður uppnuminn á svip meðan hann hugleiðir þögull hvernig hagnýta má í þágu trúarinnar — og þar með kirkjunnar — tilfelli eins og þetta, sé vel á haldið. Bænin streymir fram í hug hans af óvenjulegu hjartnæmi. Hann finnur að þetta verður mikil stund í þessari litlu, fúkkamettuðu stofu. Og gegnt vinkonunni, á hægri hönd presti, situr ekkjan, einbeitt og dugnaðarleg, en ánægð eins og hún sé far- sællega að ljúka við að bjarga ígrænum töðuflekk undan úrhellisrigningu. Reyndar er hún ekki allskostar ánægð með sálmana, sem syngja skal á und- an og eftir bæninni, allra sízt seinni sálminn: ég heyrði Jesú himneskt orð. Á hendur fel þú honum, er vitanlega ágætur sálmur, sem á allsstaðar við, jafnt brúðkaup sem jarðarför. En með honum hefði átt að velja eitthvað kröftugra, eitthvað um almennilega iðrun og yfirbót, það er hún sannfærð um. Og þótt hún beri traust til vígslu prestsins hefir hún ekki gleymt hnerr- um hans fyrr í kvöld og vanrækslu hans við það tækifæri. Eins er það, að enn er hún ekki fullkomlega örugg í trúnni á mátt bænar þessa unga manns •— og raunar hvaða bæna sem er, nema þá bölbæna, sem maður hefir þrásinnis rekið sig á að húa yfir geipilegum krafti í flestra munni. En úr því að Hall- dóra hennar, sem er svona vel að sér, og margsinnis hefir talað við framliðið fólk og sér það dags daglega, hvar sem hún er stödd, úr því hún hefir svona sterka trú á bænum, þá er sjálfsagt að reyna þetta. Og eins að hún ráði sálma- valinu. — Við verðum að sameinast í elsku og kærleika, ef þessi bænarstund á að geta borið árangur, fullvissar vinkonan eins og heilög manneskja, þegar ekkjan imprar á hvort ekki mundi vissara að hafa, að minnsta kosti, annan sálminn af eitthvað kröftugra tagi. Presturinn er sammála frú Halldóru, en samt er hann eitthvað skrýtinn á svipinn, einhverjar viprur við munninn, sem ekkjan fellir sig ekki við. Það er bezt að þau ráði. Hún litast um. Allt er eins og það á að vera, tengdadóttirin situr á hægri hönd henni, EHas við borðsendann gegnt presti. Nema Sigga, skinnið, hún fæst ekki til að sitja við borðið, heldur húkir snökktandi á legubekknum. Fyrr má nú vera eymdin! Ekkjan er viss um að eitthvað er í ólagi milli hennar og kærastans, annars léti hún varla svona. Ekki þar fyrir, hún er á þeim aldri þegar tárin hripa úr sumu kvenfólki alveg að tilefnislausu, eins og vatn úr stafgisnu keraldi. Óljósri minningu skýtur snöggvast upp í hug hennar. Var það fyrsta — eða annað árið í hjónabandinu, sem hún var sískælandi — útaf hreint engu? Það var kannski fyrsta árið, þegar hún gekk með Ella litla. Að minnsta kosti var það meðan tengdamóðir hennar — tengdamóðir hennar — ojæja — sá dauði hefir sinn dóm með sér. En hún vonar að Anna tengdadóttir hafi aldrei skælt 395
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.