Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Síða 78
Tímarit Máls og menningar
af völdum tengdamóður sinnar hér á Brekku. Sem annað hvort væri nú, slík
myndarstúlka, kvennaskólagengin í ofanálag. Enda er hann engin handa-
skömm hvíti kaffidúkurinn, sem hún hefir breitt á borðið í tilefni stundarinn-
ar og aldrei hefir veriS notaSur nema viS skírnarathafnir og húskveSju Elías-
ar heitins. Þetta er líka livítsaumsdúkur, sem minnir mest á altarisdúk. Hún
Anna hefði nú víst ekki verið rétt og slétt bóndakona hér á Brekku í þá daga,
sem fólk kunni að meta svona hannyrðir. Þó ekki væri auðnum fyrir að fara
hjá henni, blessaðri. En smekkleg er hún í sér. Til dæmis hefir hún sett kerti í
stjaka til beggja handa á stofuskápnum, og kertaljósin stafa skærum friðsæld-
arhjarma út í stofuna þótt lampaljósið beri sterkari birtu. Hún hefir sett
stjakana þannig að bjarmann af ljósunum ber mjög viðkunnanlega á mynd
Elíasar Elíassonar. — Ef til vill er það af þeirri ástæðu, að þegar presturinn
rís á fætur til þess að hefja sálmasönginn festir hann augun á mynd aðalper-
sónunnar í leiknum, og skilst samstundis óánægja hennar með sálmavalið.
— Mér var að detta í hug, GuSný, hvort hann hefði haft uppáhald á ein-
hverjum sérstökum sálmi eða sálmum. Ég hef ef til vill spurt þig að þessu í
sambandi við jarðarförina, en þú verður að fyrirgefa, að ég kem því ekki
fyrir mig.
— Hann Elías? hváir ekkjan hissa. — Nei, hann hafði víst ekki mikið
uppáhald á sálmum, ekki fremur en öðrum skáldskap, nema þá helzt einhverju
klúru, eins og hestavísum, skammavísum og .. .
— ÞaS er einmitt það, grípur prestur fram í. -— Mér datt bara í hug, að ef
svo hefði verið, hefði verið viðeigandi að syngja þann sálm.
Ekkjan andvarpar gremjulega. — Ó-nei, ekki var það nú svo vel. Það var
eins og annað með hann Elías minn, það var eins og honum væri gersamlega
fyrirmunað ...
— ÞaS er einmitt það, grípur prestur aftur fram í fyrir ekkjunni. — Og
þá er ekkert því til fyrirstöðu að við getum byrjað. Og rennir augum til Hall-
dóru.
Ekkjan ræskir sig dálítið. — Elli, þú hefir vonandi munað að fara út með
hundinn?
— Ha — hundinn? Já, hann er lokaður úti í gamla eldhúsi. Og þá er ekk-
ert því til fyrirstöðu að hægt sé að byrja. FólkiS rís úr sætum meðan það
syngur sálminn. Prestur byrjar að vísu heldur hátt fyrir þennan ósamæfða
kór, svo að í fyrstu eru allir við að kafna. En þegar líður á sálminn verður
söngurinn frjálsari og djarflegri, eins og fargi sé að létta af brjóstum söng-
fólksins. Jafnvel Elías verður mildari á svipinn, eins og fýlan sé að dragnast
396