Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Side 81
Elíus Eliasson
því biði bana — bara til að gleðja liana. Ha, lia, ha! Hún er fín þessi. Og
hnippir trúnaðarlega í mjúka síðuna á vinkonu ekkjunnar.
— Jörundur, nú heldur þú þér saman! hrópar ekkjan og ryður sér leið til
sonar síns. — Hefir nokkur heyrt annað eins! Ryðst hér inn fullur, með hund-
inn í fanginu, og klæmist við hana Halldóru mína, aðra eins manneskju. Og
ef þú getur ekki hagað þér eins og maður, skaltu fara inn í herbergið mitt
og liggja þar meðan við ljúkum þessu af. Mér sýnist þú ekki þesslegur ...
— Ljúkið hverju af? Hvað eruð þið að liespa af? Er farið að messa hér
á Brekku? Og er sunnudagur? Ég hef verið á syngjandi túr í hálfan mán-
uð — eða meira — og mig varðar djöfulinn ekkert um hvaða dagur er. En
þú, séra Sveinbjörn, viltu snaps?
— Þökk fyrir — ég drekk ekki — og sízt þegar ég er með bíl, svarar prest-
urinn varfærinn og veit ekki hvort hann á að fara eða vera.
— Þá það — þá það, aldrei neyði ég víni ofan í neinn, sízt guðs útvalda,
þó þeir hafi náttúrlega mesta þörfina, þeir blessaðir guðs geldingar. En þú
Elli, og þú Sesar greyið, minn eini, sanni vinur. Og réttir bróður sínum flösk-
una, en klappar hundinum. — Og þú, Halldóra mín, þú þiggur einn lítinn,
áður en við förum að hátta. Mikið andskoti ertu falleg! Og vera gift þessum
bölvuðum amlóða, sem aldrei hefir getað ...
— Jössi, hættu þessu kjaftæði, segir bróðirinn áminnandi og gefur Hall-
dóru auga, þar sem hún situr, hneyksluð að vísu, en þó mild og móðurleg
eins og sú sem allt skilur.
— Kjaftæði, endurtekur komumaður. — Er það eitthvert kjaftæði, að
kvenmaður þurfi að hafa almennilegan karlmann í bólinu, sem gerir sína
skyldu? Sína skyldu, Elías bróðir, þú veizt hvað það er. Þú hefir gert þína
skyldu — og meira til. Eða hvað segir þú um það, Anna mágkona? Hefir
hann ekki staðið sína pligt?
— Hættu þessu bulli, Jörundur minn, segir Halldóra nú góðlátlega og
snýr sér að hinum drukkna. — Þú ættir að leggjast fyrir, ef J)ú vilt ekki sitja
hér stilltur og taka þátt í þessari bænarstund með okkur.
— Bænarstund? Ertu orðin vitlaus, manneskja? Eða er ég orðinn vitlaus?
Bænarstund! Og það hérna á Brekku, þegar ég er að koma heim. Ert það þú,
séra Sveinbjörn, sem ert að spila svona í fólki? Ég hélt þú værir allur í anda-
trúnni en ekki Hvítasunnuúthaldinu. Og það verður ekki af neinum bænaþul-
um hér í kvöld! Ég skal hella ykkur öll blindfull, helvítis fíflin ykkar. Svo
getið þið beðið andskotann ráðalausan fyrir mér, ef ykkur sýnist. Ekki rétt,
Sesar minn, eini vinurinn minn. Og ég vil fá kaffi, mamma, gott kaffi. Súptu
399