Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Síða 82
Tímarit Máls og menningar
á, Halldóra mín, súptu á. Og svo skal ég kenna þér góða bæn á eftir, þegar
við erum háttuð. Kanntu þessa: Dívaninn er þarfaþing ...
En nú er ekkjunni nóg boðið í annað sinn á þessu kvöldi. Með heilu hend-
inni þrífur hún ótrúlega fast í öxl sonar síns og hristir hann til, þennan stóra
mann. — Nú þegir þú, Jörundur. Ég líð ekki klám í mínum húsum. Og annað-
hvort fer þú út, eða talar eins og maður. Kaffi geturðu fengið á eftir.
Sonurinn réttir út hrammana eins og hann ætli að slöngva þeim utan
um móður sína. — Svona, mamma, svona, hvaða læti eru þetta, þó maður geri
að gamni sínu, þá sjaldan maður kemur heim. Gefðu mér kaffi, kerling, ég er
að drepast úr þorsta. Systir hans lætur nú til sín heyra, sýnu hressari en hún
hefir verið síðan hún kom heim. — Ég skal fara með honum fram í eldhús,
mamma, og gefa honum kaffi, svo þið getið . ..
— Ég vík ekki frá hliðinni á henni Halldóru, tilkynnir hróðirinn. — Ég
vil fá kaffið hingað. Presturinn er alltaf að blikka hana öðruhvoru, en það
er ég sem ætla að sofa hjá henni í nótt, er það ekki, Halldóra mín? Ég fer -r>
ekki fet frá þér, vík ekki frá þinni hlið að eilífu, amen. Og varaðu þig á
prestinum, ég sé alveg hvað hann ætlar sér með þig, ha! Prestar hafa nefni-
lega alltaf verið allra manna gra . . . Ekkjan lyftir snöggt heilu hendinni og
það kveður við snarpur smellur. Sonurinn strýkur um vangann og h'tur viður-
kennandi á móður sína.
— Þetta geturðu enn! Nei, hún móðir mín, það fara ekki allir í fötin henn-
ar, þó ekki sé stærðinni fyrir að fara. Ég hef aldrei vitað aðra eins hörku-
snerpu í nokkrum kvenmanni. Og af hverju ertu með höndina í fatla?
— Þú ættir að spyrja hann föður þinn að því, hrekkur út úr ekkjunni, en
hún áttar sig við aðvörunarhljóð hinna.
— Föður minn? Nú, ég get líklega ekki spurt hann margs, mann sem bú-
inn er að liggja í gröf síðan í vor. En pahbi var ágætur, þó hann væri hörku-
tól, ekki síður en þú. Það held ég. Bezti kall. En — þú þarna — séra Svein-
hjörn, mikið djöfull gaztu logið fínt í ræðunni eftir hann pabba. Svei mér
þá, að ég roðnaði niður á nafla — og lengra — ef maður mætti nokkuð segja
fyrir kvenfólkinu. Hvað? Ertu að fara? Hvað liggur á?
Presturinn er staðinn upp og víkur orðum að ekkjunni: -— Ég er hræddur
um, Guðný, að við verðum — í þetta sinn ...
— Það liggur líklega í augum uppi, segir ekkjan mædd. — Úr því Jör-
undur þurfti að rekast hingað, svona líka á sig kominn, á þessu augnabliki.
Það er annað en gaman að geta ekki lokið þessu af.
400