Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Side 92
Tímarit Máls og menningar
í kerfisbundinni sókn erlendra stjórn-
arvalda til að gera landsmenn danska.
Jón Helgason hefur fullgilda af-
sökun á reiðum höndum fyrir for-
ráðamenn Hrappseyjarprents, er þeir
afréðu að hafa tímarit sitt á dönsku.5
Þannig var mál með vexti að upp-
hafsmaður prentverksins, Ólafur Ól-
ajsson sem lengst af ævi sinnar kall-
aði sig Olaus Olavius að lærðra
manna liætti, hafði aflað fyrirtækinu
allmargra stuðningsmanna í Dan-
mörku og voru þeir fastir áskrifend-
ur þess sem þar var prentað. Mun
ritið fyrst og fremst hafa verið þeim
ætlaÖ og hefur þá átt að vera sem
viðurkenning fyrir framlagið. Flytja
skyldi ])að fréttir af hinu markverÖ-
asta sem á Islandi gerðist og líklegt
mátti telja að kitlaði ímyndunarafl
erlendra menntamanna sem áhuga
höfðu á viðgangi uppfræðslunnar í
hinu afskekkta og hrjáða skattlandi
Danakonungs.
Olíklegt er að gert hafi verið ráð
fyrir mörgum íslenzkum kaupendum
tíðindanna, og þá sízt þeim sem settu
fyrir sig þótt þau væru á dönsku. í
þessu sambandi er skylt að geta þess
að ritstjóri tíðindanna snerist ein-
dregið gegn þeim framfarasinnuðu
löndum sínum sem vildu láta móður-
málið fyrir róða en taka þess í stað
upp danska tungu.6
Islandske Maaneds-Tidender hófu
göngu sína í Hrappsey í októbermán-
uði 1773. Tvö fyrstu bindin komu
út í mánaðarlegum heftum, 16 bls.
hverju sinni og í litlu 8vo broti,
þangað til í september 1775. Þriðja
bindi sem nær frá októbermánuði
1775 til og með september 1776, var
prentað i Kaupmannahöfn, og því
einu fylgdi sérstakt titilblað. Þrjú
fyrstu tölublöSin, október til desemb-
er 1773, voru með latínuletri en það
sem eftir það kom var með gotnesku
letri.
Ekki er í tíðindunum nein grein
gerð fyrir tilgangi þeirra eða hvað
fyrir útgefendum þeirra vakti fyrr en
í janúarheftinu 1774 (4. tbl.), og
verður sú forystugrein birt hér, bæði
til þess að sýna rithátt Magnúsar Ket-
ilssonar ritstjóra og sjá hverjum aug-
um hann leit vanda sinn og verkefni.
Til þess að auðvelda samanburð við
það sem nú gerist verða hér höfð
sömu orð í einni línu, svo og sýnd
skil milli blaðsíðna á sama hátt og
þá var gert, fyrsta orð hverrar síðu
eða hluti þess prentað neðan megin-
máls á næstu síðu á undan.
ISLANDSKE
M A A N E D S
TIDENDER
for Aar 1774.
FÖRSTE AARGANG
Hrappsöe trykte udi det Kongel. allernaad-
igst, nye privilegerede Bogtrykkerie.
Januarius.
410