Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Síða 97
háum sem lágum, Jóns Eiríkssonar.
Síðan hefur Jón unnið allan þorra
félagshæfra íslenzkra menntamanna
og stúdenta í Kaupmannahöfn á að
sameinast um málið, enda stóð hann
jafnan utan og ofan við flokkadrætti
yngri landa sinna.
Aðrir sem taldir hafa verið til
upphafsmanna félagsins voru:
Sveinn Guðlaugsson Sander, fædd-
ur 1758, sonur merkismannsins Guð-
laugs Sveinssonar prests í Vatnsfirði;
var í Skálholtsskóla 1772—1775. Hélt
ári síðar utan og er skráður í stúd-
entatölu háskólans í Kaupmannahöfn
19. febr. 1777. Málfræðipróf tók
hann vorið 1779, en í ársbyrjun 1781
fékk hann mislinga, og úr þeim dó
hann.
Guðmundur Þorgrímsson síðar
prestur í Seltjarnarnesþingum.16.
Sœmundur Magnússon Hólm síðar
prestur á Helgafelli.17
Jón Gíslason Snested frá Mýrum í
Flóa, fæddur um 1753. Var í Skál-
holtsskóla 1767—1773 og hlaut sér-
legt lof fyrir kunnáttu í stærðfræði.
Vann síðan um hríð við prentverkið
í Hrappsey og sneri þá m. a. megn-
inu af Laxdælu á latínu. Skráður í
stúdentatölu háskólans í Kaupmanna-
höfn í jan. 1780, en andaðist nokkr-
um vikum síðar.
Vigfús Þórarinsson síðast sýslu-
maður í Rangárvallasýslu. Fæddur
1756, sonur Þórarins Jónssonar sýslu-
Fyrstu íslenzku. tímaritin I
manns á Grund og Sigríðar konu
hans, systur Olafs stiftamtmanns Stef-
ánssonar. Stúdent úr heimaskóla hjá
Bjarna Jónssyni rektor í Skálholti
1775; fór sama ár utan til háskóla-
náms og lauk lögfræðiprófi 1781.
Varð sama ár sýslumaður í Gull-
bringusýslu, en frá 1789 í Rangár-
vallasýslu og síðan til dauðadags
1819. Bjó lengst á Hlíðarenda í
Fljótshlíð. — Vigfús var albróðir
Stefáns amtmanns, hálfbróðir Jóns
Espólíns og faðir Bjarna skálds og
amtmanns Thorarensens.
Boðsbréf Lærdómslistafélagsins
kom út vorið 1780, dagsett 29. apríl-
mánaðar það ár, en fyrstu lög þess
— Ens Islendska Lœrdoms-Lista Fel-
ags SKRAA eptir Samkomulagi sett
oc í Lioos leidd í Kaupmannahöfn —
eru dagsett 16. desembermánaðar
1779 en prentuð hjá „Hofbogtrykker
Nicolaus Möller“ árið 1780. Lögin
skiptast í níu kafla, sem hver hefur
sína fyrirsögn, en þeir aftur í fleiri
eða færri greinar. Er nú rétt að at-
huga samþykktir þessar með tilliti til
útgáfustarfsemi félagsins sem í hönd
fór. Varðar þá mestu 1. og 9. kafli,
og verða þeir birtir hér óstyttir og
stafréttir, en einungis fyrirsagnir
hinna. Það skal tekið fram að staf-
setning samþykktanna er í ýmsu frá-
brugðin því sem var á íélagsritunum
þegar þar að kom.
1
415