Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Side 102
Tímarit Máls og menningar
BlaSsíÖa I er titilsíða, og á fyrsta
árgangi er þetta á henni:
Rit
þess Islenzka
Lærdóms-Lista Felags
Fyrsta Bindini
fyrir árit MDCCLXXX
*
Est quodam prodire tenus, si non
datur ultra.
Horat. Epist. Lib. I. Ep. I.
Prentad í Kaupmannahöfn
á kostnad Felagsins,
af Jóhann Rúdólph Thiele, 1781.
Aftan á titilblaði, þ. e. á bls. II,
stendur stórum stöfum í ramma:
Gudi! Konúnginum!
Og
Födurlandinu!
Á blaðsíðu III stendur með latínu-
letri sem fer stækkandi með hverri
línu:
Til
Hans Kongel. Höihed
Arve — Prinds
Friderich.
Á bls. IV eru ávarpsorð til arfa-
prinsins, prentuð með latínuletri, og
er meginmálið skáletrað.
Síðan kemur á bls. VIII—XXI TU
Lesandans — Til Lœseren. Er það
yfirlit yfir innihald ritsins, á íslenzku
á vinstri síðu hverrar opnu en á
dönsku til hægri. Voru þá sjálfsagt
hafðir í huga danskir velunnarar og
styrktarmenn, sem þannig fengu all-
ítarlegt efniságrip hverrar ritgerðar,
þótt ekki gætu þeir lesið þær sjálfar.
Á bls. XXXIII—XXXIX er félaga-
tal eða eins og þar segir: „Fortegnelse
paa det Islandske Literatur-Selskabs
Medlemmer, til sidste April 1781, i
den Orden, som de ere optagne, hver
i sin Klasse.“ — Fyrst eru hinir þrír
stjórnarmenn taldir, Jón Eiríksson
forseti, Þórarinn Sigvaldason Lilien-
dal skrifari og Ólafur Ólafsson fé-
hirðir. Síðan koma „Bestandige Over-
ordentlige Medlemmer,“ og er þar
„Hans Excellence Hr. Ove Höegh
Guldberg“ (titlar hans og virðingar-
stöður taka 6 línur) í fararbroddi
fyrir þeim Thodal stiftamtmanni og
Hans Hjaltalín verzlunarassistent í
Grundarfirði.
Samtals eru þessir félagsmenn því .... 3
Þá eru „Overordentlige Medlemmer .. 15
Loks eru „Ordentlige Medl.“ aS tölu .. 30
Á bls. XXXIX—XL eru „Nýar
Samþycktir,“ auglýsing.
Loks eru sjálfar ritgerðirnar og
eru þær tölusettar, I—XI.
Til frekara yfirlits fer hér á eftir
stuttur útdráttur efnisyfirlits „fyrsta
bindinis“:
„I. Nockur íslenzk Jurta- Fiska og Fugla-
lieiti, med hiásettum látínskum nöfnum,
420