Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Síða 108

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Síða 108
Tímarit Máls og menningar Sjálfur, fyrir eigin reikning, hefur Guð- bergur Bergsson sagt sögtir betur en flestir aðrir sem nú rita á íslenzku; og gerir það raunar enn, þegar honum býður svo við að horfa, í þessari bók. S. D. Heimur í fingurbjörg Heimur í /ingurbjörg1 gerizt í austfirzku þorpi; þetta er stutt og skjótlesin saga, sem hefst fyrir kreppuna miklu og endar að því er ætla mætti á vorum dögum. Sag- an skýrir frá lífsbaráttu og arðlausu striti einyrkjafjölskyldunnar, og lýkur með því að uppflosnaður og útslitinn bóndinn snýr á ný heim í kofa sinn til að deyja. Það mun skjótt vekja athygli vandfýsins les- anda hve persónur bókarinnar og atburða- rás minna hann á Sjálfstætt fólk Halldórs Laxness; einkum er aðalpersónan, maður- inn, h'kur Bjarti í Sumarhúsum í skoðun- um, tilsvörum og tiltektum; kona hans ber svip af konum Bjarts, og þegar lireppstjór- inn kemur í heimsókn minnist lesandinn strax komu hreppstjórans að Sumarhúsum: „Lífgaðu upp undir katlinum, Hallbera, það eru að koma gestir"; „Skerptu nú á könnunni heillin, við erum að fá gesti“; og orðaskipti og viðmót gests og húsráð- anda eru steypt í sama mót. Undir lokin þegar maðurinn hittir hreppstjórann á skipsfjöl eru þar enn þeir félagar úr Sjálf- stæðu fólki ásamt sömu hornhagldartil- svörunum. Af slíku bergmáli er svo mikið að taka í bókinni að nánast hvarflar að manni að þetta sé að einhverju leyti með ráði gert, og vera má að heiti bókarinnar styðji það. Sjálfsagt mætti telja þetta sérkenni bók- 1 Magnús Jóhannsson frá Hafnamesi: Heimur í fingurbjörg. Einyrkjasaga. Heims- kringla 1966. 134 bls. inni til áfellis, ef ekki bæri helztu kosti hennar hærra, en þeir eru tíðindaverðir. Málfar höfundar einkennist af sjaldgæfri smekkvísi og einfaldleik, stuttum og lag- góðum setníngum sem þó tjá mikið og gefa sögunni þá fyllíngu sem viðfángsefni hennar krefst; frásögnin er víðasthvar blátt áfram og vafníngalaus. Höfundur er lipur sögumaður og heldur lesandanum vel við efnið; og ég býst við að Heimur í fingurbjörg sé skrumlaust vitni um þá liðnu tíð sem leingstaf er baksvið söguefnisins. Þorsteinn frá Hamri. Mannkynssaga 300—630 Nýlega hefur nýtt bindi Mannkynssögu Máls og menningar séð dagsins ljós, öllum þeim til óblandinnar ánægju, sem hlynntir eru því, að fleira sé skrifað á íslenzku en dreifbýlisrómantík og ævisögur miðla.1 Það er í rauninni furðulegt, að ekki skuli fyrr hafa verið rituð hér á landi sería af ýtar- legunt handbókum um almenna mannkyns- sögu fyrir stúdenta og fróðleiksfúsa menn. Eina ritsafnið, sem hér hefur verið skrifað um fyrri alda menningu, Saga mannsand- ans eftir Ágúst H. Bjarnason, er fyrst og fremst menningar- og heimspekisaga, og er hún reyndar orðin rækilega úrelt nú. Þegar ég byrjaði að lesa bækur, voru engar ýtar- legar og handhægar sögubækur fáanlegar, nema tvö fyrstu bindin af mannkynssögu Máls og menningar, og hefði ég sennilega vaðið í villu og svima um öll þau stórmerki, sem gerðust frá lokum þriðju aldar fram til Kóreustríðsins, ef ekki hefði viljað svo vel til að unnt var að finna ýmsar góðar mónó- grafíur, svo sem ævisögu Magellans eða heimsstyrjaldarsögu Ólafs Hanssonar. — Þeir ágætu sagnfræðingar, sem hafa þrek 1 Mannkynssaga 300—630, eftir Sverri Kristjánsson. Mál og menning 1966. 322 bls. 426
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.