Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Side 113
mongólsku kyni (vafalaust af húnskum ætt-
um). Sérstaklega á þetta þó við um aust-
rænar þjóðir (t. d. Húna), sem voru í raun-
inni oft harla marglitar þjóðasamsteypur og
leystust upp í frumparta sína, þegar gæfan
var þeim ekki lengur hliðholl. Þetta skýrir,
hvers vegna þjóðir þessar hurfu oft snögg-
lega af sjónarsviðinu.
I lok bókarinnar hefði mátt koma yfirlit
yfir afleiðingar þjóðflutninganna, samruna
rómverskrar og germanskrar menningar og
mat á germönskum áhrifum á verklega og
andlega menningu, hugsunarhátt og tungu
þjóða innan hinna fornu landamæra Róm-
aníu. En höf. hefur talið heppilegra að
láta slíkt uppgjör bíða næsta bindis, og
verður ákaflega fróðlegt að lesa það, þeg-
ar framhaldið kemur út.
Frágangur bókarinnar er góður og prent-
villur ekki margar. Þó er það heldur hvim-
leitt að sjá vitlaust vitnað í faðirvorið í
myndatexta hls. 113. Þeir, sem ekki kunna
Umsagnir um bœkur
faðirvorið, geta auðveldlega fundið villuna
með því að lesa gotneska textann.
Hér hefur allmiklu rúmi verið í það var-
ið að tína til ýmsa galla á bók Sverris
Kristjánssonar, og eru þeir margir á þá
lund að efni vantar eða útskýringar, sem
mér finnst að hefði þurft að vera með. En
um það má í rauninni deila endalaust, hvað
á að hafa með og hverju sleppa í bók af
þessu tagi, og þótt e. t. v. megi ýmislegt
finna að hókinni eru kostir hennar samt
alveg yfirgnæfandi, þegar á heildina er
litið. Hún er ákaflega efnismikil og fjöl-
breytt og frásögnin mjög lifandi. Margt ber
fyrir augu lesandans. Loks er bókin skrifuð
á mjög rismiklu máli og tilþrifaríkum stíl,
svo að mjög stingur í stúf við þá flatneskju
og stílleysu, sem alls staðar veður uppi nú
á þessum síðustu og verstu tímum. Slíkrar
hókar hefur lengi verið þörf og er vonandi
að framhaldið megi koma sem fyrst fyrir
sjónir lesenda. Einar Már Jónsson.
431