Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Blaðsíða 57

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Blaðsíða 57
Það er eftirtektarvert að kristin- dómurinn er hér nefndur ídeólógía, niarxisminn aftur á móti trúarbrögð. Með þessum endaskiptum vill Hall- dór að sjálfsögðu leggja áherzlu áhve eðlislík öll kennikerfi eru, hvort held- ur þau eru af tagi stjórnmála, heim- speki eða trúarbragða. í því sam- bandi má minna á kröftug ummæli frá árinu 1961, þar sem hann segir að „þýzk heimspeki varð að land- lægri plágu i skandínavísku menta- lífi alt frá lúterstrú til freudisma“ (Upphaf mannúðarstefnu, bls. 85). Ástæða þess að Freud er hér nefndur í sömu andránni er vitaskuld sú að sálarfræði hans er kreddukerfi í augum Halldórs. Á öðrum stað er komizt svo að orði að „í öllu hinu mikla verki Freuds kvað naumast vera til nokkur óvefeingjanleg lækna- stofuleg staðreynd“; bent er á Alfred Kinsey sem jákvæða andstöðu, þar sem hann hafi rannsakað kynlíf fólks „með læknastofuaðferðum“ á hrein- um vísindalegum grundvelli. Skopazt er að þeirri hugdettu Freuds „að binda sálfræðina í kerfi eftir sjón- leikum úr Crikklandi hinu foma, samanber ödipuskomplexið og allar þær fáránlegu vángaveltur“; göfgun- arkenning (sublimation) hans er kölluð „meinlætakenndarsiðfræði- grillur sem eru sameign gyðíngatrúar og kaþólsku“. Þessari afgreiðslu á Freud lýkur með þessu einkennandi orðalagi: Halldór Laxness á krorsgötum Golfranska Freuds keptist við golfrönsku marxista um að tröllsliga mælt mál Vest- urlanda á mínum sokkabandsárum. I dag er vissara að vera á verði fyrir þessari ó- væru í tali og skrifum til að verða ekki brennimerktur sem eftirlegukind eftir að sálfræði ekki síður en þjóðfélagsfræði er orðin að undirdeild í fýsik og kemí (Skáldatími, bls. 55). I stuttu máli: Halldór Laxness hef- ur á síðari árum tekið ákveðna af- stöðu gegn öllum lokuðum fræði- kerfum. Hvassyrði og þversagnir ein- kenna öll verk hans á fullorðinsárum, ekki hvað sízt greinasöfnin, og mega teljast hluti af stil hans. En kannski hefur rökleiðslan orðið svo hrokafull og einhæf af þvi hann sjálfur hafði dregizt að tveimur voldugum hug- sjónakerfum, trúarlegu og þjóðfélags- legu, fyrst kaþólskunni og síðan sós- íalismanum. Þetta er framar öðru sjálfsrannsókn. Brenndur af eldi reynslunnar virð- ist Halldór hafa gert afskiptalausan efa að leiðarstjörnu í skoðunum sín- um á umheiminum. 4 Þessi afstaða hefur vitaskuld ó- hjákvæmilega sett svip sinn einnig á skáldskap hans. í grein frá árinu 1962, þar sem hann hafnar sérhverri alisherjarformúlu fyrir skáldsagna- list, segir hann ,að „staðreyndin, hvaða sköpuð staðreynd sem er, kom- ist næst því að vera skáldsagnahöf- undi rödd guðs“ (Upphaf mannúðar- 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.