Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Blaðsíða 77
landi, hann Guðvaleníus, allan sólar-
hrínginn“. Fyrst hafði hún haldið að
þetta væri refsingin fyrir eigin synd-
ir og annarra „drýgðar sem ódrýgð-
ar“; seinna varð henni ljóst „að það
var náðin“ (bls. 124). Þegar Guð-
valeníus svaf, segir í lok „bréfsins“,
þá rann upp fyrir mér að frelsarinn hefði
teygt mig að heiman, burt úr friði og á-
nægju, burt frá öllu sem var fagurt og gott,
burt frá öllu sem var skynsamlegt og rétt,
til að færa þessum voðalega fábjána það
sem býr inst í villumyrkri sálar minnar
(bls. 125).
Umhverfi þessarar sögu hefur
sterkan islenzkan svip, eins og áður
er sagt. Ráfið á fjallinu er mjög raun-
sæ lýsing í öllum atriðum. Að sjá
sýnir í þoku, að villast og hafna í
sveit á bak við fjall — einnig það eru
atriði sótt í íslenzkan veruleika.
Meira að segja nafnið Guðvaleníus
er til í íslenzkum kirkjubókum, þótt
sjaldséð sé að vísu; Halldór segist
sjálfur hafa þekkt mann með þessu
nafni í æsku. En jafnframt er hér um
að ræða sérstaka sálartegund, lífs-
skoðun sem í sjálfu sér er óháð tíma
og rúmi. Af ákveðnum sjónarhóli séð
er sagan augsýnileg andstæða afstöðu
karlsins í Fugl á garðstaurnum. Hann
er útséður háðfugl, neikvæður, bú-
inn að fá nóg af mannlífinu. Konan í
Kórvillu á Vestfjörðum gengst fróm
og auðmjúk undir lífsákvæði sin, lít-
ur á þau sem köllun. Afstaða hennar
til umheimsins er jákvæð. Kannski
Halldór Laxness á krossgötum
mætti kalla hana trúarlega, ef numið
er burt frá þvi hugtaki allt sem hefur
hragð af guðfræði og rétttrúnaði.
Þessi kona tilheyrir þeim sem eru fá-
tækir í anda — „ómentuð fánýt per-
sóna, ein í heiminum svosem lús í
stórri skyrtu“ (bls. 101), segir hún
sj álf.
Að þessu leyti má iíta á þessar tvær
sögur sem tjáning hinna andstæðu
skauta sem höfundurinn sjálfur hef-
ur sveiflazt á milli: efi og dýrkun,
kaldhæðni og tilfinningahiti — eða
hvaða hugtakapar sem menn vilja
nota um þessar gagnstæður. Að hinu
leytinu mætti halda því fram að karl-
inn á dánarbeðinum og gamla konan
með hættulegasta fábjána á Vest-
fjörðum í sinni vörzlu ættu að
minnsta kosti einn ósmáan hlut sam-
eiginlegan: þau eiga ekki í útistöð-
um við veröldina, gera ekki uppreisn
gegn örlögum sínum heldur sætta sig
við þau, hvort með sinum hætti.
Kannski má kalla þetta eins konar
alþýðlega forlagatrú.
8
Þessi tortryggni gagnvart öllum
skoðanakerfum sem Halldór hefur
svo ákveðið sýnt upp á síðkastið kem-
ur beint eða óbeint fram hjá ýmsum
söguhetjum síðari verka hans. Þetta
eru gjarna rosknir menn og gamal-
dags í hugsun. Þeir standa andspæn-
is þjóðfélagi þar sem ný sjónarmið
og nýtt mat hefur tekið að gera vart
67