Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Page 97

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Page 97
Þrjú ung sagnaskáld og hana hygg ég vergjarnasta konu í ís- lenzkum bókmenntum. Hún var alin upp á bústnum sveitabæ. En í sveitinni vildi enginn líta við henni, og á Akranes kom hún viðþolslaus. Og hversu mörg börn sem hún átti og hversu mikill dreki sem Kiddi hennar var, þegar hann kom af sjónum, þá varð henni alger ofraun að bíða hans næstu löndunar. Á heimili þeirra Kidda gerðust margir sögulegir atburðir í sambandi við hennar legorðsmál. Það var agalegt, mað- ur, þegar Kiddi æðir í toppstandi frá borði og heim til sín og konan liggur þá í fram- hjáhaldi úti í hænsnakofa og uppi á fjöl- unum, þar sem hænan átti að vera á ung- um sínum, en hænugreyið gargandi niðri á gólfi. Þá var skap í mínum, og hann sagði við hana hóra. Þú lýgur sagði hún, og þá rétti hann henni „einn undir kjamm- ann og svæfði hana, sfðan í vömbina svo að hún endadembdist út í horn, emjandi eins og gylta, enda vitlaus á taugum“, segir hann. Svo „réðst hún á mig með út- glenntar klær og ég kíngsaði hana í rot, svo þá snerist hún eins og vönkuð hæna og féll út í hom“. Þannig tekst höfundi að gera lesanda atburði sögunnar Ijóslif- andi. Samfarir þeirra Kidda og Láru em ekki alltaf í þessum dúr, en alltaf er það mikið, sem á gengur, því að þetta era þeirra ær og kýr og allt heimsins yndi. Hún er ekk- ert blávatn frásögnin af för hans heim til sín, þegar þeir norsku hafa gefið honum sultuna. Tíminn er naumur og hvergi af- drep í húsinu, því að krakkamir fást ekki í háttinn. Frásögnin þekur 12 blaðsíður, þar sem allt snýst um lausn þessa eina að- kallandi vandamáls, sem loks er leyst í lóðréttri stöðu að baki salernishurðar. Sú frásögn mun einstæð í íslenzkum skáld- skap. Þar er gripið til hinna fjölbreytileg- ustu listbragða í stíl og hrynjandi, og það leynir sér ekki, að skáldið er ekkert baga- lega háð gamaldags frásagnarmáta eða notkun lestrarmerkja. Niðurlag þessarar sinfóníu lífsnautnarinnar get ég ekki stillt mig um að taka inn í þessa ritsmfð mína sem dæmi um ritsnilld höfundar, þar sem hún rís hæst: „Eg sekk! Ha. Inni. Niður aftur upp áfram niður áfram aftur upp aftur niður inní út og inn og æ og út og ó og inn og í og í og í og í og í og út og í og glí og inni í og út og ó og inn“. Við gerum okkur ljóst, að kafli þessi nýtur sín ekki fullkomlega nema í leikrænni framsögn. 2. Um langa hríð hefur það verið nokkurt deilumál, hve langt mætti draga samfarir manns og konu inn í bókmenntirnar. í þeim efnum mun mestu skipta, hvemig með er farið, eins og víðar. Einn hafði orð á því nýlega, hve óeðlilega lítið væri um þan mál í bókmenntum bæði fym og síðar, svo mikilvægur þáttur sem þau væru í lífi okkar mannanna. Ekki mat ég þessi rök mikils út af fyrir sig, því að fleira er það mikilvægra þátta í lífi okkar, sem þar hefur ekki verið að miklu getið, og má þar til nefna líkamsnæringu og losun úr- gangsefna. Þegar forarit okkar minnast þessara hversdagslegra athafna, þá er það af því, að þeir eru þáttur í dramatískri at- burðarás. í Eyrbyggju gerðust af því mikl- ir atburðir, er menn gengu örna sinna í Þórsnesið í stað þess að arka út í Dritsker, og það ætlaði að verða Gunnari Þiðranda- bana næsta örlagaríkt, þegar hann varð að fara úr tjaldi sínu um miðja nótt til að leysa buxur og gafst svo ekki tími til að gyrða sig, er hann varð óvina sinna var. Fomritin hlífast ekki heldur við að ræða kynmök, þegar svo ber undir, en þá með nokkuð öðrum hætti en Steinar Sigurjóns- son. Til samanburðar við salemisævintýrið á Akranesi dettur mér í hug frásögn í 87
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.