Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Qupperneq 102
Tímarit Máls og menningar
íslenzkan á líka fleiri en eitt orð um ]jaíí
að losa sig við fljótandi úrgangsefni, og
þau eru valin eftir því, sem bezt þykir
fara hverju sinni. Barn pissar í kopp,
virðulegir bændur labba sig út fyrir vegg
og kasta af sér vatni, sjómenn míga út
fyrir borðstokkinn. En í Astum samlyndra
hjóna er migið í tíma og ótíma. — Þá er
rass mikið eftirlætisorð höfundar og rass-
gat, þegar stemmningin rís hæst. Maður
færir sig við borð og heldur stólnum að
rassi (bls. 36). Annar hagræðir feitum
rassi á stólnum (bls. 39). Á einum stað
mátti aldrei kveikja ljós og sjá ber læri
og rassgat (bls. 41). Heill hópur manna
lyfti rassi í prumpstöðu (bls. 59). Þetta
er á vissan hátt ein myndrænasta setning
bókarinnar. Ung kona ráfar letilega í góða
veðrinu með hönd manns síns á annarri
rasskinninni (bls. 80). Dæturnar styðja að
baki móður sinnar og rassi (bls. 91). Hall-
grímur Pétursson mun það eiga að vera,
sem tyllir rassi á hól (bls. 135). Maður
einn var sagður upprunninn einhvers stað-
ar austan undan afskekktu rassgati (bls
170). Þannig er það táknað, að Austfirð-
ingur er á ferðinni. Síldarkóngur segir, að
landið megi renna á rassgatið, og sá sami
kóngur skipar vini sínum að hætta að hafa
viðurværið af rassgatinu (bls. 220).
Það er andstyggilegt verk að tína þetta
saman, en nú dugir ekkert annað en bíta
á jaxlinn og vera þess minnugur, að hér
er um verðiaunabók að ræða. — Að einum
íslendingi fiaug sú hugmynd, að þjóðin
befði breytzt í eins konar kuntu breidda
á klett, sem varnarlið gætti (bls. 48). í
svona fagurri mynd getur þjóðarstolt okkar
birzt hjá öndvegishöfundum. Einum manni
var fáránleg fjarstæða að tengja æskuna
eigin pung og sæði (bls. 61). Tengdasyn-
irnir, sem komu í heimsókn voru væru-
kærir og graðir í grasinu (bis. 80). Bænd-
umir smyrja júgrin og spenana og bellina
á sér með smjöri (bls. 101). Hallgrímur
Pétursson girntist sjúkt klof konu sínnar
(bls. 141). Stúlkan, sem hermaðurinn af-
meyjaði útúrfulla, var livarvetna timbnið
næsta rnorgun nema í klofinu (bls. 222).
Konur horfðu iaungröðum augum á nætur-
vörðinn (bls. 224). Einum er brugðið um
það, að guðsorð hlaupi í klofið á honum
eins og hjá gamaili kerlingu (bls. 225).
Þá er talað um mynd af manninum með
höggormsböliinn á vissu pissiríi (bls. 218).
Svo kemur hér mjög listræn aldarfarslýs-
ing: „Þá var kókflaskan komma það sem
kuntan er homma" (bls. 211). Einn stærir
sig af því, að hann þekki klofin sundur á
lyktinni (bls. 226). Á einum stað í bókinni
ræðir kona ein um útsaum systur sinnar:
„Og ég merkti ekki betur en ég feiigi ein-
tóm kynfæri út úr púðunum" (bis. 93).
Þetta þótti henni ekki benda til fullkom-
innar heilbrigði. f Ástum samlyndra lijóna
ber að minnsta kosti mest á kynfærum og
þarfagöngum, hvaða ályktanir sem við eig-
um svo að draga af því.
Þetta verður að nægja um dónaskapinn,
og virðist mér reyndar sumt af þessu heyra
undir viðbjóð, ef enn er leyfilegt að nota
það orð. En auk þessa er almennu máli
mjög ábótavant, og í bókinni er öggt og
krökkt af málvillum, svo að ég hef ekki
fyrri séð þvílíkar í ritum viðurkenndra
höfunda, og skulu hér nokkrar tilfærðar.
Það er talað um menn, sem sjaldan undu
sér fría stund frá útbreiðslustörfum (bls.
17). Hugsanleg er prentviila, undu fyrir
unnu, en þá ætti frí stund að vera í eignar-
falli. Á biaðsíðu 73 er maður nokkur milii
hláturs og gráturs. Hallgrímur Pétursson
tók ásteytingarsteininum eins og gefinn
lilut á biaðsíðu 139. Á blaðsíðu 202 stend-
ur: „hann má aldrei undir engum kring-
umstæðum missa andlitið". Á biaðsíðu 242
er talað um að dáma að tíðarfarinu. Á
íslenzku er talað um að dáma eittiivað, en
92