Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Side 62
Tímarit Máls og menningar
greina skólakerfið hjá okkur. Ein þeirra spurninga, sem ég set
fram er hvort skólinn er aðallega til að gefa réttindi eða hvort
námsefnið og innra starf skólans skiptir mestu máli. Ef ungling-
ur hættir í skóla viku fyrir samræmdu prófin segir fólk, að hann
hafi eytt þessum árum til einskis — eins ef einhver hættir rétt
fyrir stúdentspróf — allt ónýtt! En hvað var þá verið að gera í
skólanum öll þessi ár? Er ekkert gagn að því?
Annað atriði, sem ég kem inn á, er að grunnskólalögin segja
að nemendur eigi að geta lagað sig að þjóðfélagi í örri þróun —
en þó er skólakerfið okkar þannig að nemendur hafa þar ekkert
að segja, allt er ákveðið utan frá. Hvernig á fólk að geta tileink-
að sér lýðræðisleg viðhorf í svona ólýðræðislegum stofnunum?
Aðalniðurstöðurnar eru þó þær, að skólinn er ákveðin stofn-
un með ákveðið innihald og kröfur, ákveðið gildismat og
grundvallarviðhorf, sem ákveðinn hópur barna í samfélaginu á
betra með að laga sig að en annar. Þetta kemur berlega í ljós á
einkunnum nemenda, áhuga þeirra á námi og áformum um
framhaldsnám. Þetta kemur vel fram í niðurstöðum könnunar-
innar.
Asgeir Við setjum sem sagt niðurstöður okkar í þjóðfélagslegt sam-
hengi, það er nauðsynlegt til að fá innsýn í málið. Við verðum
að gera okkur grein fyrir því, að Island er stéttskipt þjóðfélag
og það hefur veruleg áhrif á uppvöxt og uppeldi barna. Niður-
stöður úr könnuninni sýna þetta á óyggjandi hátt.
Vteri þá kannski rétt að hafa stéttskipta skóla — sérstaka skóla
fyrir börn úr verkalýbsstétt með verkalýðssinnuðu starfsfólkif
Hugo Svoleiðis skólar eru til í Danmörku — þar læra lágstéttarbörnin
baráttuna frá grunni!
Asgeir Fyrst og fremst á að gera þá kröfu til grunnskólans að hann sé
skóli fyrir alla.
Jónas Ef við tökum upp sérskóla erum við að einangra heim verka-
fólks og auka bilið milli stéttanna.
Hugo Eg hef ekki verið þeirrar skoðunar að það ætti að setja á stofn
sérstaka skóla eftir stéttum. En þar sem hugmyndin er komin
fram er í lagi að gæla svolítið við hana. Nú fara öll börn í sömu
skóla, en jafnar það muninn? Lágstéttarbörnin læra flest fyrst
og fremst að tapa. Kennarinn segir sem svo: Þú stenst ekki mín-
ar kröfur og það hlýtur að vera þér að kenna því ég geri sömu
308