Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Síða 61

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Síða 61
Hugmyndafrœdi Sigurðar Nordal Hann kveður algera einangrun geta gengið af bókmenntunum dauðum; er- lendir straumar séu nauðsynlegir til að bókmenntirnar geti haldið áfram að vera frjóar. En þá sé skilyrði að melta erlenda efnið og laga það eftir innlendum þörfum. Sigurður bendir á að þar sem Islendingar séu svo fáir, geti ekki verið um að ræða neinar mjög frábrigðilegar og öfgakenndar bók- menntastefnur í landinu, sem aðeins fáir geti notið, og stuðli þetta að samhenginu í bókmenntum þjóðarinnar. Engir íslenskir höfundar geti t. d. leyft sér að birta módernísk kvæði, vegna þess hve markaðurinn sé smár. Skoðun sína á nauðsyn erlendra áhrifa setti Sigurður fram 1928 (í Vöku). I hugmyndum hans í heild er þjóðernishyggja aftur á móti mun meira áberandi. A þriðja áratugnum hafði Sigurður á orði að hann væri að viða að sér efni í íslenska menningarsögu sem ætti að varpa ljósi á sérkenni þjóðarinnar og hvernig landshættir hefðu mótað hana (Vaka 1929, 24—5). I forspjalli Islenskrar menningar sem kom svo út árið 1942 skrifar hann að bókin eigi að vera málsvörn fyrir Islendinga, ný Crymogxa (bls. 39). Sigurður vill styrkja sjálfsímynd þjóðarinnar, og hann hugsar sér sagnfræði að nokkru sem sálkönnun þjóða (38) sem komi jafnvægi á sjálfsímyndina. Þessi ummæli benda til að Sigurði hafi verið hugmyndafræðihlutverk fræða sinna a. m. k. að nokkru Ijóst. Þetta leiðir hugann að „íslenska skólanum“, sem eins og Oskar Halldórs- son hefur sagt, var „öðrum þræði menningarpólitík" (TMM 1978, 318). Islenski skólinn byggði að talsverðu leyti á hugmyndum Björns M. Ólsen um Islendingasögurnar, en Sigurður Nordal var sá sem öðrum fremur ruddi þeim braut með rannsóknum sínum. Tveir meginþræðir í íslenska skólanum virðast hafa verið að skoða Islendingasögurnar sem íslensk og ekki samnor- ræn verk, svo og að sjá þær sem skáldverk eftir sagnameistara, höfðingja. Þessar hugmyndir koma hvað gleggst fram hjá Sigurði í inngangi hans að Egils sögu (1933), þar sem hann reynir að sýna fram á að Snorri Sturluson hafi samið hana, og í bókinni um Hrafnkötlu (1940) þar sem sú saga er túlkuð eins og skáldsaga með nútímasniði. Gerir Sigurður ráð fyrir að höfundur hennar hafi meðvitað ætlað sér að skrifa skemmtiverk og listaverk út frá ákveðnu heimildaefni. Líkan Sigurðar af þróun íslendingasagna tengist bæði íslenska skólanum og hugmyndinni um hlutfall erlendra og innlendra áhrifa. I þessu líkani, sem kemur fram í bók hans Snorri Sturluson (1920), felst að íslendingasögur hafi sameinað fróðleik sagnfræðiritanna og skemmtun með listfengi. Sannleiksgildið kennir Sigurður við vísindi og tengir það sérstaklega við sagnfræðiskoðun Ara fróða. Þegar frá leið gliðnaði þessi samruni fróðleiks og skemmtunar aftur sundur og þá komu annars vegar annálar („söfnunar- stefna“) og hins vegar þýddar ýkjusögur í stað hinna sígildu Islendinga- 51
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.