Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Síða 63

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Síða 63
Hugmyndafrteði Sigurðar Nordal Þessi orð eru ágætt dæmi um það hvernig mikið af bókmenntafræðum Sigurðar Nordal er gildishlaðið. Raunsæisstefnan, natúralisminn og eflaust margar fleiri stefnur hafa þóst skrifa „núllstíl", hinn hlutlausa stíl, gagnsætt mál. Af íslenskum konungasögum „er ekki neinn mannaþefur“, segir Sigurður (224), og gefur með því til kynna að þessar bókmenntir séu álíka náttúrubundnar, sjálfsagðar og fagrar og fjöllin. En núllstíll er ekki til, klassískur stíll er stíll eins og annar stíll. Eins og góðu persónurnar verða oft litlausar í skáldsögum af því að höfundurinn dáir þær meira en orð fái lýst, þá gerist oft hjá aðdáendum klassísks stíls að þeir telja hann hinn hlutlaufa stíl, hið algera viðmið, en eiga bágt með að festa hendur á í hverju hann felst, kannski af því að þeir eru farnir að skrifa hann sjálfir. Innan íslenska skólans voru enda ekki gerðar neinar mjög merkar rannsóknir á formgerð Islend- ingasagna né stíl.3 Eins og framar segir voru bókmenntarannsóknir Sigurðar Nordal víð- tækar og eiginlega rannsóknir í menningarsögu. Sumt er þar einnig nátengt heimspeki og þá ekki síst siðfræði. Sigurður hugsaði gjarna í móthverfum, átökum stríðandi afla. Hann túlkar viss höfundarverk t. d. út frá siðferðis- legri togstreitu. Hugmyndin um meðalhóf og jafnvægi er fyrst þekkt hjá Aristótelesi og mörgum öðrum á eftir honum. Hugmyndin er vandmeðfarin að því leyti að jafnvægið verður oft svo eftirsóknarvert án þess að menn geri sér grein fyrir því, að til verður kenning um gullaldir með tilheyrandi uppgangs- og hnignunarskeiðum. Það sem raskar jafnvægi er þá talið vont. Af því leiðir venjulega íhaldssemi. Stundum búa menn til jafnvægi þar sem ekkert slíkt er að finna í raunveruleikanum, bara af því að jafnvægið þykir svo fallega symmetrískt. Sigurður hugsar sér meðal annars togstreitu erlendra og innlendra afla í bókmenntunum, togstreitu trúarskoðana, togstreitu einlyndis og marg- lyndis og togstreitu fróðleiks (sannleiks) og skemmtunar (listar) til að skýra bókmenntaverk. Má vera að Sigurður hafi stundum látið slíkar jafnvægishugmyndir stýra fræðum sínum óþarflega mikið og þá jafnvel ekki gætt að því hvers konar réttlætingargildi jafnvægislíkanið getur haft. Þannig held ég t. d. að hann hafi vanmetið bókmenntagildi riddarasagna og að hann hafi ekki tekið nægilegt tillit til fróðleiksgildis sem „ósannar" sögur hafa (þrátt fyrir orðin um sannleiksstyrk tilbúinna sagna, Snorri Sturluson, 108). Yfirleitt er varasamt að búa til gullaldir í bókmenntasögu. „Höfðingjabæk- ur“ og „riddarasögur“ eru án efa.enn til í dag, og vafasamt er að einkenna gullaldir með velheppnaðri blöndu af gagni og gamni, blöndunni sem Hóras áleit aðal góðra bóka. Reyfarar hafa sinn fróðleik að flytja, þótt höfðingjum þyki kannski lítt til hans koma. Eins getur maður efast um að höfundar Islendingasagna hafi engan „aukatilgang" haft og engu helgað bækur sínar 53
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.