Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Page 128

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Page 128
Tímarit Máls og menningar að margir kannist við af eigin raun. I það minnsta allir einusinni verðandi-snill- ingar. Kiljönsk og guðbergsk skólablöð vitna um það: Unga menn á þönum eftir innblæstri og karakter . . . Það gervi sem Andri mátar sig oftast í er Steinn Elliði úr Vefaranum mikla frá Kasmír. Eldsálin sem var engill í gær, ráðvillt manneskja í dag og djöfull á morgun. Fyrirmynd ungra verðandi- snillinga í meiren hálfa öld. Áhrifamátt- ur Vefarans er skiljanlegur því verkið er með eldlegustu ritum bókmennta okkar og óvíða að finna jafn snjalla lýsingu á séníinu sem sveiflast frá römmustu af- neitun yfirí stækustu játningu einsog að drekka vatn. Pessi persóna hefur orðið mörgum „ungum höfundum“ að yrkis- efni. Skýrasta dæmið er ef til vill skáld- sagan Ormar eftir Jökul Jakobsson, æskuverk sem bæði er grafalvarlegt og sprenghlægilegt. Samspil Steins Elliða og Andra er ein helsta uppspretta húmorsins í sögu Pét- urs. Nefna má Þingvallaferð ellegar upp- ákomu hjá klæðskera: Andri hafði ekki augun af speglin- um. I þessum spegli hafði hann horft á sig mótast: punktalína af stórköfl- óttum tvíhnepptum jakkafötum með stórum boðungum og krítað fyrir vösum. Næst láku fóður og stopp út á samskeytum og hann var eins og uppkast að mannsmynd. Andri reynir að klæða sig í karakter sénísins, fæðast inní nýjan persónuleika: Þegar hann birtist á Lækjargöt- unni kannaði hann viðbrögð vegfar- enda og mátaði sig við setningu úr Vefaranum. Þessi aðsópsmikla úng- língsásýnd hreif einsog fyrirburður í hversdagsmollunni. Óheilindi Andra móta dagfar hans allt og tilfinningalíf. Þannig er ástarævintýri hans og Bylgju með bókmenntalegum formerkjum, tilbúið líkt og klæðskera- saumuð föt þar sem saman fara skáld- legar stellingar og mátun kennda. Andri og Bylgja: Hinrik og Katrín (Vopnin kvödd). Það er ekki fyrr en undir lok sögunnar sem eitthvað virðist rofa til í kolli Andra og hann grillir sína eigin sögu að baki þeim sem hann hefur troð- ið uppí. A garðbekk í París: Heilt ár. Tár féll ofan á bréfsefnið. En voru það örugglega hans eigin tár? Voru þau ekki úr neinni bók? Salka Valka eða Vefarinn mikli frá Kasmír? Arn- aldur og Salka, Steinn og Diljá. Sögu- lok. Astæða er til að ætla að Andri hrökkvi uppaf draumnum einsog af garðbekkn- um — til sjálfs sín og veruleikans. Að hann verði persóna sinnar eigin sögu og bókmenntatrippið taki enda. Áherslan á innra líf Andra gefur Pers- ónum og leikendum samfelldari svip en fyrri bækur Péturs hafa. Okkur er sýnt nær Andra en áður, persónan að komast í fókus, um það bil að vaxa útúr um- hverfinu. Kannski má vænta þess að Andri rakni úr rotinu nýr maður, átti sig og finni jafnvel sjálfan sig. Þá væri munstur þroskasögunnar fullnað. Þó er einsog einhver misvísun búi í persónu- lýsingunni. Maður skyldi ætla að skálda- draumur Andra risti dýpra en sem nem- ur gervi Steins Elliða eða Hemingways, að hann sé ekki leikaraskapurinn einn. Ætla mætti að von og trú Andra séu innst inni ekta og rísi af einhvers konar skáldköllun. Höfundi tekst ekki til fulls að sýna framá að svo sé því lýsingin 118
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.