Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Blaðsíða 98
Tímarit Máls og menningar
Þessum púða er skipt í ótal smáreiti, þar sem hver reitur gæti verið sjálfstæður, en þó
er heildarsvipur. I þessum púða eru ýmis sjóskrímsli, frumur, augu alsjáandi, hún
sjálf o. fl. Þarna eru mörg skemmtileg smáatriði sem tengjast saman í eina heild.
Mér finnst mest til um myndir Málfríðar af amöbum eða smáfrymum, því
betri sem sporin eru fíngerðari, því þær líkjast frásöguformi hennar. Hún
dregur upp stuttar orðmyndir frá lifandi hjarta umkomulausrar veru og
sleppir ætíð þræðinum þar sem kemur að þeim takmörkum sem líkaminn og
umhverfið skapa henni.
Eg spurði nágrannakonu mína, sem er af heldri manna ættum og vel máli
farin, hvað henni þætti um skáldskap Málfríðar. Aldrei þessu vant vafðist
þessari konu tunga um tönn en svo svaraði hún: „Mér finnst eins og hún komi
alltaf auga á það smæsta, það sem er á bak við — eða frumið." Svo leit hún út
um gluggann. „Eins og hún væri að skyggnast um í bældu grasrótinni." Og
svo rýndi Málfríður, þessi myndelska kona, í smásjána í myndheimi sínum."
Yfir kaffibolla með Gesti og Rúnu: Er þau voru spurð hvort púðarnir
hennar Málfríðar væru list,'kom hik á þau. Alþýðulist? Jú alþýðulist, en þó
væri þetta ekki raivismi. Þetta væri eiginlega menntuð alþýðulist, ef svo
væri hægt að komast að orði.
í viðtali í Vikunni er Málfríður spurð hvort henni finnist skemmtilegra að
skrifa eða sauma. Hún svarar: „Mér finnst hvort tveggja leiðinlegt en eitt-
hvað verður maður að hafa sér til dundurs . . .“
224