Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Blaðsíða 33

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Blaðsíða 33
Götustelpan hliðstætt. Sögukonan leitar hælis í bíl og heldur þar kyrru fyrir út nóttina. Um morguninn er hún flæmd á braut af eiganda bílsins, getur varla hreyft sig, dofin og gegnumköld: „Mér fannst ég vera dáin upp að mitti“ (17). Félagsleg og líkamleg firring söm og áður. „Þessi bíll er ekki ætlaður til að hýsa svona hyski“ (17), segir maðurinn, hörkulegur og vel klæddur. Enga samlíðun og hlýju er að fá, enda lifir sögukonan bóhemsku og óreglulegu lífi. Öðlast við það sjálfstæði, sem ekki er viðurkennt, virðir ekki hinn heilaga eignarrétt, brýtur reglur um siðlega og „rétta“ breytni. Sjálf tilvera hennar er ögrun í augum góðborgaranna. Er því útskúfuð. Samt sækist hún ekki eftir öðru en mannlegri nálægð, hlut- tekningu og ást. Sú þrá gerir hana að útilegumanni því að samfélagið rúmar aðeins fólk með reglustikaða andlitsdrætti. 4. Fram að þessu hefur sagan lýst örvæntingarfullri leit og ósigri, martrað- arkenndum skynjunum og nauðgun. Allar sneiðarnar hafa falið í sér ferlið út og nidur: heljargöngu, sundrun og svarta písl. Lokasneið sögunnar snýr þessu ferli við: persónan stígur upp úr víti næturinnar inn í dag hláturs og vellíðunar: „Eg hafði aldrei fundið eins vel, hvað mennirnir eru góðir hver við annan og góðir við guð, og hvað guð er góður við mennina og sjálfan sig“ (19). Hið sundurbrotna verður heilt á nýjan leik. Og þó. I máls- greininni má greina íroníska fjarlægð, tvíræðni. Lesandinn sér í gegnum blekkingu sögukonunnar, finnur að trúgirni hennar er um of, hið barnslega sakleysi, grandaleysið. Svipaða tvöfeldni má finna víðar í sögunni, til dæmis í upphafi annarrar sögusneiðar („Svo reisti hann mig á fætur og tók undir handlegginn á mér. Svona eru mennirnir góðir" (13)). I þeim tilvikum afhjúpar sagan sjálf blekkinguna, misræmið er augljóst. Hin dýrlega gleði við sögulok er því tvíræð. Lesandinn veit að fögnuðurinn getur snúist í andhverfu sína fyrr en varir, að aðrar nætur taka við af þessari. Engu að síður felur síðasta sögusneiðin í sér vissa uppreisn. Hjá verkamönnunum finnur sögukonan samhygð og hluttekningu, þeir lesa hana inn í heim annars fólks, sýna henni virðingu sem manneskju. I félagsskap þeirra finnur hún mennsku sína og verður heil á nýjan leik: Mér var nú orðið hlýtt og skjálftinn farinn. Eg fann til vellíðanar í hverri taug, — fann til líkama míns út í tær og naut þess til hlítar að vera ennþá lifandi, hafa ekki sokkið í tjörudíkið eins og vesalings litlu mýsnar. (19) Það er sólfagur morgunn og sögukonan gengur inn í birtuna. Villunni er lokið og umhverfið mannlegt á ný, örlátt og gott. Greiningin hefur leitt í ljós reglubundna hreyfingu innan Sunnu- dagskvölds, hreyfingu, sem einkennist af endurteknum myndum og stig- 159
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.