Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Blaðsíða 35
Götustelpan
skipast við það í andstöðu við umhverfi sitt og einangrast. Þessu formi má
lýsa með eftirfarandi hætti:
Aðlögun að ríkjandi Kynferðisleg og til-
reglu ___ finningaleg bæling
Fráhvarf frá ríkjandi Kynferðisleg og til-
reglu finningaleg útrás
I Sunnudagskvöldi ber mikið á myndmáli smæðarinnar. Sögukonan
samsamar sig músunum og lifir neind sína í heimi karllegra tákna, sem rísa
henni yfir höfuð. Hún fellur ekki inn í staðlað kvengervi og leitar út fyrir
það að mennsku sinni. Að þessu leyti lýsir höfundurinn raunheimi konu við
ákveðnar aðstæður. Þó er eins og lýsingin brjóti af sér takmörk kyn- og
einstaklingsbundinnar reynslu. Sögukonan, ráðvillt, óttaslegin og á valdi
ástríðna og dulvitaðra afla, er öðru fremur nútímamanneskja, sem klofnað
hefur hið innra, sjálf og kerfi í stríði, aðstæður hennar fráleitar. í verkinu
lýsir höfundur smækkun mannsins í samfélagi nútímans, frumkenndum
hans og tvíræðum leik milli gleði og angistar.
6
Einstakir þættir Sunnudagskvólds tengjast eldfornum erkidæmum og hafa
mýþíska merkingu, ekki síst ferðin, sem minnir á píslargönguna forðum,
táknmið hennar: vitundarlíf manneskjunnar, leit hennar að bærilegum
veruleika, samræmi, friði. I nútímabókmenntum er manninum oft lýst sem
rótlausum flækingi, er ráfar um rammvilltur í myrkri og þoku eða enda-
lausri auðn: hann er riddari í stríði við vindmyllur, sökudólgur í skugga
óskiljanlegrar sektar, flóttamaður undan ógn, sem hann veit varla hver er,
útlagi ellegar bandingi. Yfirleitt hefur þetta líkingamál ekki trúarlega skír-
skotun eins og fyrrum. Maðurinn er ekki framar dæmdur af öðrum en
sjálfum sér. Táknmál „dómsins" vísar að jafnaði til vitundar hans um að lífið
er fallvalt, takmarkað og dauðlegt. Sú er og raunin í Sunnudagskvöldi þó að
félagslegar ástæður skipti einnig máli.
Tímanlegt snið Sunnudagskvólds býður heim mýþískri túlkun því að
myndmálið geymir framvindu, sem líkist sólarhringnum. Sögukonan ferð-
ast inn í ógnlegan heim, þar sem dauðalegar myndir ber fyrir sjónir, tákn-
mið þeirra: tortíming. Lifir þó háskann af og rís upp á ný:
líf _____ dagur
dauði nótt
TMM III
161