Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Blaðsíða 94

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Blaðsíða 94
Tímarit Mdls og menningar barðist hún á sinn hátt. Kannski var það galdurinn í listinni sem náði yfir- höndinni, hver veit? Samanber frumstæðar þjóðir, sem trúa því, að með því að gera mynd af fjandmanni sínum sé búið að ná valdi yfir honum. Og meira en það, fjandmaðurinn trúir þessum töfrum sjálfur og missir allan mátt. Málfríður fór að velta fyrir sér örverum og öðrum ósýnilegum óvættum sem píndu hana og kvöldu. Bakteríur og sjúkdómsveirur urðu henni upp- spretta myndefnis í strammaskáldskap sinn. Seinna sýndi hún mér í Encyclopedia Britannica þessar örsmáu eindir á smásjármyndum, hún hafði komist skemmtilega nærri þeim á stundum. Þessar smásjármyndir opnuðu henni algjörlega nýjar víddir og gerði hún margar skemmtilegar myndir með þær í huga, t. d. eina þar sem penicilin- sveppurinn var myndefnið. „Af allri písl og kvalræði er Svartapísl verst því hún étur sálina," (Sál. 33). A sama hátt og hún skrifar sig frá leiðindum og heimshryggð sinni, saumaði hún sig frá öllu sem hrjáði hana. En hún gat einnig brugðið á leik og verið allra kvenna kátust. (Skemmtileg var hún alltaf. Það má líkja henni við lýsinguna í kvæði eftir Laxness, sem segir um stúlku að hún væri „glaðvær mett og svöng“. Málfríður var skemmtileg, kát og leið.) Þessi kátína kemur einnig fram í verkum hennar, bæði skrifuðum og saumuðum. I öllu sem hún gerði er hún sjálf nálæg, hún gat ekki gert neitt nema að sálin fylgdi með. Þess vegna eru líka verk hennar að mínu mati einlæg og ósvikin. Það var Jón Helgason, prófessor í Kaupmannahöfn, sem gaf henni nafnið „stramma- skáld“. Til þeirra hjóna kom hún oft og mun hafa gefið þeim nokkra púða. „Kaupmannahöfn var öll útbíuð af þessum strammaskáldskap mínum,“ sagði hún í blaðaviðtali fyrir nokkrum árum. Krosssaumur var sýndur eftir hana á Den frie í Kaupmannahöfn. Því miður hefur mér ekki tekist að afla heimilda um þá sýningu, en Málfríður minnist oft á hana í viðtölum. Uppsprettan að þessu öllu er listáhugi hennar. Líf hennar snerist allt um list, og held ég að myndlistin hafi verið drottning listanna í hennar huga. „Eg kynntist myndum Rembrandts, Leonardos og Michelangelos þegar ég varló ára, síðan hef ég elskað þessa menn og myndlistina alla“ (Þjóðv.). En það voru ekki bara gömlu meistararnir sem hún elskaði. Veggi hennar prýddu myndir eftir Nolde og van Gogh, Klee og fleiri. En hið absúrda var þó það sem var næst henni sjálfri. Hún hugsaði alltaf öðruvísi og það hefði aldrei hvarflað að henni að gera það sem var venjulegt og viðtekið. Hvorki í skrifum né myndum. Allt sem hún gerði, gerði hún á sinn sérstæða hátt. Og allt einhvern veginn tengt fáránleikanum; hún var höll undir súrrealisma og hugsaði súrrealískt. Listgáfan birtist í ýmsum myndum og hjá henni beinist sköpunargáfan í 220
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.