Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Blaðsíða 92

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Blaðsíða 92
Tímarit Máls og menningar unnvörp, og ber engin af annarri. Þær líkjast laufi sem fellur.“ (Sst. 293) - En svo rofar til. „Minna en það sem gerst hafði þangað til gat varla hafa gerst, en þá bar svo til, að hefðarhjón (Herrschaften) birtust á loftinu hjá mér . . . Og rétt í því er hjónin hurfu niður um loftsgatið beindi ég til mannsins einu orði, en hann svaraði ekki óvinsamlega, og þannig axlaðist þetta til, að ég fór að bögglast við að hnoða saman vísum, og síðan var farið að prenta þetta hjá manni þessum, en hann var skáld óvart og gaf út veglegt tímarit.“ (Sst. 295) Tímaritið var Helgafell og skáldið Magnús Asgeirsson. Eftir þetta varð ekkert lát á ljóðaþýðingum og ýmsu skrifuðu frá henni í blöðum og tímaritum. Ævintýrið hófst þó fyrst fyrir alvöru 1977 þegar fyrsta bókin hennar Samastaður í tilverunni kom út og ári seinna „Ur sálar- kirnunni“. „Upphefðina" eða verðlaun útvarpsins hlaut hún fyrst íslenskra kvenna árið 1982 þá 83 ára gömul. Bækur hennar eru nú orðnar fimm frumsamdar, en þær eru auk fyrrnefndra: Bréf til Steinunnar, Auðnuleysingi og Tötrug- hypja og Tötra í Glettingi, og enn mun liggja töluvert óbirt eftir hana, m. a. þýðing úr Hinum guðdómlega gleðileik Dantes. Ljóðhús hefur gefið út allar hennar bækur. Eiginmaður Málfríðar hét Guðjón Eiríksson. Um upphaf kynna þeirra sagði hún svo: „góða hafði hann röddina, þessi nýkomni maður. Að þeirri rödd hændist ég svo í fimmtíu ár, og nú leiðist mér að hún skuli vera þögnuð." (Sst. 265) Og enn heldur hún áfram: „Arin liðu fram og við giftum okkur. Kona nokkur hjartagóð sagði að enginn annar mundi hafa viljað hvort okkar fyrir sig . . .“ (Sst. 267) Það var afskaplega gaman að heimsækja Málfríði og Guðjón í Pósthúsið við Austurstræti, en þar var Guðjón húsvörður um árabil. Fyrst voru allir gestir vigtaðir á stóru póstvigtinni, síðan var gengið upp endalausar mjóar tröppur, efst upp á loft, þar sem íbúð þeirra var. Var þar komið inn í dimmt eldhús, líkt og gerist í stórum íbúðum í miðborg Kaupmannahafnar. Þar hitaði Guðjón dýrðarkaffi og bakaði bestu pönnukökur í heimi, meðan frúin og gestirnir gengu til stofu. I stofunni voru falleg dönsk húsgögn ættuð frá Den Permanente, eða álíka fínni húsgagnaverslun. Fallegar mynd- ir eftir góða listamenn prýddu ljósa veggina, ásamt teppum Málfríðar. Otal kaktusar, blómstrandi eða ekki, fylltu gluggann á móti Landsbankahúsinu. A meðan beðið var eftir kaffi og meðlæti, breiddi húsfreyja stramma- skáldskapinn sinn um öll gólf og stóla að beiðni gesta, og ósjaldan kom það fyrir að menn hefðu í fórum sínum einhvern slíkan kjörgrip er heim var haldið. Hún gat lítið sem ekkert saumað út síðustu árin, sökum sjóndepru. „Nú er dimmt í heirni," sagði hún oft. En skrifað gat hún og lesið fram til hins 218
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.