Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Blaðsíða 133

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Blaðsíða 133
innar, Skáld, en etv. á það eftir að opnast betur fyrir mér, og ekki vantar að ég finn að það er skáldskapur. I þessari bók er, eins og í fyrri bókum f>orsteins, að finna dæmi um sjálfsháð sem beinast liggur við að túlka sem ádeilu á siðferðilega hálfvelgju fólks nú á tímum. Mér finnst að þessi tegund kvæða fari að hljóma heldur kunnuglega og spyr mig hvort Þorsteini sé nokkur þörf að klappa enn þennan steininn, svo vel sem hann hefur kveðið um þetta efni áður: Erfbasynd Eg fann boga Gunnars í ruslinu og nota snúrustag fyrir streing. Líkt og svo margir hef ég unnið til synjunar um Hallgerðarhárið. (13) Kvæði sem heitir Klyfjaklettur byrjar harla Þorsteinslega með því að hann ávarpar steininn, sem er eins og ímynd æðruleysis og þolgæðis, og hugurinn hvarflar til horfinna kynslóða, en svo lýkur kvæðinu með óvæntum hætti. Nú æjum vér, sveinar, í ópinu miðju (14) Þetta virðist vera alvara, dauðans alvara, en hið drýgindalega karlmennskuávarp með keim af fornsögu, „vér, sveinar“, hljómar næstum eins og skopstæling á Þorsteini sjálfum í svo existensíalísku umhverfi eða expressjónísku sem í óp- inu miðju. Það er amk. eins gott að fara ekki að velta fyrir sér tvíræðni sagnar- innar að æja. Ohamin tilfinningatjáning Umsagnir um bakur eins og óp er vandmeðfarin í listinni og eigi það hér aðeins að vera tákn nútím- ans, andstæða við þögn steinsins, finnst mér það geiga. Það er ekki að því að spyrja hve hag- virkur Þorsteinn frá Hamri er í ljóða- smiðju sinni. Hann notar rím og aðra Ijóðprýði af stökum hagleik. Rímið er oft býsna langdrægt en engu áhrifa- minna fyrir vikið, eins og td. í kvæði hans til Davíðs (Stefánssonar), þar sem myndbrot úr kveðskap Davíðs eru felld inn í hinn gerólíka ljóðheim (eða ætti ég kannski að segja syntax) Þorsteins, sem hér eins og víðar tjáir söknuðinn eftir hið óafturkallanlega: einfaldan heim með einföldum skáldskap. Svipaða kennd er að finna í kvæðinu Yfirlit. Ný kvæði er bók þar sem leikið er á marga strengi. Því fer fjarri að ekki sé ort um annað en örvæntingu eða heims- ósóma. Margar bjartar bernskumyndir koma fyrir, en að vísu kirfilega staðsett- ar í hinu liðna, og myndir úr náttúrunni sem er skáldinu uppspretta hvíldar og svölunar. Heimsádeila er líka sett fram með fjölbreyttum hætti og jafnvel að- ferðum sem ég minnist ekki að hafa séð fyrr hjá Þorsteini. Þetta á td. við eitt eft- irminnilegasta kvæði bókarinnar: Morg- unn: Einn stálbjartan morgun geingur guð um strætin og heyrir einúngis tölvunnar tif í turnum hljóðum. Vistleg er borgin; vélmenni hafa sópað leifum fólksins í luktar þrær. Samt er guð ekki glaður. Hann geingur um staðinn 259
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.