Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Blaðsíða 43

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Blaðsíða 43
Myndir allir textar Astu, eru líka of lítill efniviður til að hægt væri að byggja á þeim sálgreinandi ævisögu hennar. Greiningin hér á eftir beinist því að bók- menntatextanum en ekki höfundi hans. Dýrasaga segir frá manni sem er kerfisbundið að reyna að hræða líftóruna úr sex, sjö ára stjúpdóttur sinni. Hann segir henni stöðugt sömu söguna um lítið, hvítt dýr sem flýr undan stórri ófreskju. Ofreskjan nær því og drepur það á hryllilegan hátt. Til að staðfesta söguna sýnir stjúpinn telpunni mynd af litlu dýri á flótta undan ófreskju. Dag einn tekur telpan skæri, klippir litla dýrið út og bjargar því þar með. Stjúpinn verður ofsareiður og misþyrmir bæði móður og dóttur. Telpan fer með myndina sína afsíðis og sér þá að litla dýrið er enn jafn hrætt, enn á flótta, ófreskjan er ennþá til. Sagan virðist fljótt á litið einföld að gerð og auðskilin. Hvorugt reynist rétt. Ahrifin af sögunni eru sterkur óhugnaður sem er engan veginn auðvelt að greina. Spennan í textanum og óhugnaðurinn sem hann vekur getur gagnsefjað lesandann þannig að hann mislesi og misskilji eða hafni sögunni. Eitt af varnarviðbrögðum lesanda getur svosem líka verið að vopnast fræðikenningum til að halda textanum frá sér. Samt ætla ég að byrja á að gera grein fyrir þeim fræðikenningum sem ég hef til hliðsjónar við lestur sögunnar, en ég ætla ekki að vopnast þeim og ekki að halda sögunni frá mér. Ég ætla að skoða frásagnarmynstur textans nokkuð nákvæmlega, síðan verður rætt um persónur sögunnar og samband þeirra og loks um myndir sögunnar. II Sigmund Freud notaði hugtakið „yfirfærslu“ til að lýsa tveimur náskyldum fyrirbærum sálarlífsins.2 I draumum manna á sér stað yfirfærsla þannig að reynslan sem býr í dulvitundinni og ómeðvitaðar óskir sprottnar af henni eru tjáðar í myndum eða atburðum sem fljótt á litið þýða eitthvað allt annað en þessar óskir. Fánýtir hlutir eða merkingarlitlir atburðir dagsins á undan fá oft gríðarlegt vægi í draumnum af því að þeim hefur verið léð ný yfirfærð merking. Sjálfur draumurinn virðist sárasaklaus. Ráðning drauma er, ásamt frjálsum hugrenningatengslum, annað aðalhjálpartæki sálgreiningarinnar. I annan stað talaði Freud um yfirfærslu í samskiptum sjúklings og sál- greinanda. A ákveðnu stigi í sálgreiningunni færir sjúklingurinn tilfinningar sínar til annarra yfir á sálgreinandann, lætur hann (ómeðvitað) verða fulltrúa þeirra elskuðu eða hötuðu persóna og ímyndana sem sjúklingurinn á við að etja. Þetta stig getur verið mjög erfitt af því að sjúklingurinn er í raun að lifa upp aftur átök bernskunnar og dregur sálgreinandann með sér niður í djúpin. Freud lagði hins vegar mikla áherslu á jákvætt gildi þess konar yfirfærslusambands og benti á að oft tækist sjúklingi að vinna úr raunveru- 169
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.