Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Blaðsíða 15
Formviljinn
vegvísar út á hina einföldu sigurbraut vitundarvakningarinnar. En það er
töluverð einföldun: báðar þessar sögur eru stúdíur á skipbroti ráðvillts
einstaklings, sem að vísu er sett í þjóðfélagslegt samhengi — báðar þessar
bækur enda á hinum sæla flótta frá vanda og böli. Hvort sem litið er á Átta
raddir úr pípulögn, Gunnar og Kjartan eða Mann og haf\>í er maðurinn alls
staðar einn í bókum Vésteins. Hann hefur hægt og rólega verið að breyta
formi sínu, laga það að eigin þörfum og hið sama gildir um hugmyndalega
þróun hans, hún hefur verið hægfara.
Hann leitar inn. Pétur Gunnarsson líka, en öðruvísi: hann fer inn á
heimilið þar sem þarf að vaska upp og þvo bleyjur, ryksuga, tína upp
leikföng, laga mat og bara sitja. I Sögunni allri leikast alls staðar á tveir
heimar: stóri heimurinn, útlöndin, þar sem atburðirnir gerast og svo aftur
þessi tíðindalitli íslenski heimur heimilisins, heima; heimur mannkyns-
sögunnar sem tilheyrir útlandinu (Grikkland, vísanir í syndafallssöguna) og
hinn fortíðarlausi heimur Guðmundar Andra sem um leið er fortíðarleysi
okkar allra, saga þjóðarinnar upphefst á Þingvöllum 1944 á árinu eina,
heimssöngvarinn Eggert Stefánsson tilkynnir upphafið — og: heimur
skáldskaparins með sínum lögmálum, sífelldum tíðindum, aksjón sem endar
með krassi (Andrasagan) og heimur veruleikans (Guðmundur Andri), er
lífið skáldlegt? Rétt eins og Guðlaugur Arason er hann með tvær sögur í
gangi á ólíkum plönum sem varpa ljósi hvor á aðra; hann verður að segja
söguna af fyrirmynd Andra (eða eftirmynd) til að segja söguna alla. Og hvar
liggur þá söguvitund bókarinnar? Hvað er skáldskapur um skáldskap, hvað
skáldskapur um veruleika, hvað veruleiki skáldskapar? Guðmundur Andri
er sagður fyrirmyndin að Andra, sá sem Andri er skapaður úr — allt í lagi,
en er þetta ekki eiginlega öfugt úr því að hér er síðasta bindið, sagan öll: að
Guðmundur Andri sé skapaður úr Andra, ekki fyrirmynd Andra heldur
fyrirmyndar-Andri, hinn hafi verið leiddur til lykta og þannig fundin leið út
úr upprunalegu sögunni — að sagan um Guðmund Andra sé nánast
leiðrétting á hinni sem leiddi ekki til neins, bauð ekki upp á annað en
þreytta brandara um eitthvað fólk sem er svo altýpískt að það er hvergi til.
Og sé þá sú æskilega gerð sögunnar með þungri áherslu á öll mjúku jákvæðu
gildin: einlægni og sífellda undrun yfir furðum hversdagslífsins, sem er sá
litli heimur sem við getum ráðið yfir, opinn huga og óspilltan enn af argi og
gárgi stóru vondu veraldarinnar.
Guðlaugur og Pétur skrifa „feðrabókmenntir" en þær má skilgreina sem
svo að skrifaðar séu af feðrum um feður — um hina sérstöku föðurlegu
reynslu, þrungnar föðurlegri vitund. Hafliði Vilhelmsson skrifar hins vegar
„sonabókmenntir“. Beygur minnir að því leyti til dálítið á ameríska bók, A
Confederacy of Dunces eftir John Kennedy Toole án þess þó að Hafliði
141