Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Blaðsíða 130

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Blaðsíða 130
Tímarit Máls og menningar stjórnmálamaður. Og athugasemdir hennar um stjórnmálin, ástina og listina eru sérlega hrífandi. Guðrún segir þetta um skáldskapinn m. a.: List er ekki lúxus heldur lífsnauðsyn hverri manneskju og hverri þjóð. Ef Islendingar hættu að skrifa bækur og lesa bækur týndu þeir þjóðerni sínu. Mörgum þykir pólitík og skáld- skapur fara illa saman en það er nú eitthvað annað. Það er engin tilviljun að margir stjórnmálamenn hafa líka verið rithöfundar því hvatinn er sá sami: að deila með öðrum . . . List er þýðingarmeiri en stjórnmál. Kannski listin hafi aldrei skipt eins miklu máli og nú á dögum. Indridi G. Þorsteinsson talar heldur enga tæpitungu og eru það svo sem eng- in ný tíðindi. Hann hefur aldrei mjúk- máll maður verið og sumar af hans hvassyrtu athugasemdum hér eru bæði ósanngjarnar og óréttmætar. Indriði ræðir mikið um bakgrunn sinn og oft óblíða reynslu sem sett hafa svip á verk hans og skapa honum nokkra sérstöðu í þessari bók. Indriði segir um skáldskap sinn m. a.: Sögur mínar hafa orðið til af nauð- syn á að skilja og skilgreina samtím- ann. Ég byggi þær á staðreyndum og er að vissu leyti skáldskaparlegur sagnfræðingur. Mig hefur aldrei langað til að búa til einkalegan reynsluheim enda hata ég fantasíu. Hún er ósönn og skortir almennt gildi. Ég hata líka uppskrúfaðan flæðistíl. Skáldskapur á sér ekki lífs- von í huga lesanda ef allt er sagt og meira til. Við höfum átt marga höf- unda sem eru þrungnir af svo mikilli andagift að verk þeirra skjálfa í hönd- um manns. Þessi verk hafa ekki lifað. Sá skáldskapur sem lifir fjallar um raunverulegt líf fólks. Hann er ekk- ert fimbulfamb heldur gerist hann af sjálfu sér vegna innri nauðsynjar. Matthías Johannessen er mælskur að vanda og segir hér mestmegnis frá bernsku sinni og því hvernig skáldskap- urinn kviknaði með honum, en einnig nokkuð af vandanum við að vera í senn atómskáld og ritstjóri Mogga. Lýsingar hans á æskuárunum eru skemmtilegar og gefa að auki góða hugmynd um and- rúmsloftið í Reykjavík á stríðsárunum. Matthías segir m. a. þau sönnu orð um ljóðið: Gott ljóð er samtíða allri sögu ís- lands. Raunar efast ég um að nokkuð sé til sem heitir samtíð þegar ljóð er annars vegar. Reynsla manna á öll- um tímum er svipuð. Þannig er gamla ljóðlistin okkar nútímalegri en margt það sem er ort í dag. Ljóðið ögrar dauðanum því í því segir mað- urinn: Ég var og er ennþá! Alfrún Gunnlaugsdóttir er líklega minnst þekkt af rithöfundunum sem hér taka þátt, þótt hún hafi með tveimur bókum skipað sér í fremstu röð. Því er mikill fengur að viðtalinu við hana, sem bæði er fróðlegt og vel samið auk þess sem það er gagnsýrt af manneskjulegri hlýju og húmanisma. Ævi hennar og viðhorf koma skýrt fram í eftirminni- legum myndum og knöppum en skýrum lýsingum. Mest dvelst hún við dvól sína á Spáni, kynni sín af fasismanum og skarplegur samanburður hennar á ólík- um þjóðfélögum er gæddur næmi og trúverðugleika. Um eigin skáldskap seg- ir Alfrún m. a.: Þegar ég skrifa reyni ég að búa til heim í heiminum í von um að síðar 256
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.