Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Blaðsíða 50
Tímarit Máls og menningar
Stóra dýrið „les“ hugsanir litla dýrsins á sama hátt og stjúpfaðirinn „les“
hugsanir telpunnar:
Hann vissi líka hvað gerðist í litla höfðinu undir þessu litlausa þunna hári,
bakvið þessi grábláu, dapurlegu augu. (122)
Auðvitað veit stjúpinn ekki hvað gerist í höfði telpunnar. En hann vill
vita það, þráir að vita það, verður að fá að vita . . . Þess vegna segir hann
söguna sína aftur og aftur og reynir að „lesa“ viðbrögð telpunnar — en þau
eru alltaf eins. Hún lifir sig inn í söguna — en skilur ekki neitt eða neitar að
gefa þau „svör“ sem hann heldur að hún hafi. A næturnar verður hann þess
vegna að „fara fram úr og „taka í“ hana eins og hann nefndi það.“ (126)
Aður var sagt að saga stjúpans einkennist af sadisma enda segist stjúpinn
hata barnið: „hvað hann hataði þessa litlu vanmáttugu veru sem þó var svo
sterk.“ (122) En sadismi er líka eins konar ást. Kynhvöt mannsins er samsett
úr öllum þeim þroskastigum sem hún hefur farið í gegnum og eitt af þeim er
þarmstigið þar sem árásargirni, sadismi og masókismi koma til sögunnar ef
marka má kenningar Freuds. Sadisminn er ekki inntak eins eða neins, heldur
aðeins form hvatanna, það hvernig eða í hvaða mynd þær leita sér útrásar.
Annað er hvert markmið þeirra reynist vera, að hverju eða hverjum þær
beinast. Og það er nokkuð ljóst í sögu stjúpans að þær beinast að barninu,
stjúpdótturinni. Bæði líkama hennar og sál. Ef dýrasaga mannsins er yfir-
færsla — ef ósk býr að baki sögunnar, þá er hún þessi:
Litla dýrið . . . snýr við . . . til stóra dýrsins.
Telpan skilur ekki hvað er að gerast. Hvernig á sex ára barn að ráða fram
úr því að árás sé atlot (og atlot árás)? Hún veit að hún sjálf gegnir mikilvægu
hlutverki af því að ástríðufull athygli mannsins beinist stöðugt að henni.
Það er eðlilegt og jákvætt að börn séu miðpunktur í lífi fjölskyldu en þessi
athygli er valdbeiting, full af leyndarmálum og grimmd. Stjúpfaðirinn vill
henni greinilega eitthvað — en hvað?
Litla telpan er ekki læs. Hún getur ekki lesið texta en hún getur'lesið
heiminn og hún getur lesið myndir. „Myndir ljúga ekki“ segir stjúpinn
(122). Telpan starir á myndina af dýrinu eins og hún búist við að sjá eitthvað
þar sem sé falið að baki orðanna í sögu stjúpans. Hún leitar að einhverri
merkingu, einhverri skýringu á þeirri martröð sem hún lifir í. Hún er alein,
enginn getur hjálpað henni. Hún starir í frosinni örvæntingu á myndina.
Hún er í gildru.
Móðir hennar er þrautpínd kona og hrædd við mann sinn. Hún er látin
176