Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Blaðsíða 23
Götustelpan
valdið hafa, styðjast ekki við hlutlægan grundvöll nema að litlu leyti, mátt-
ugri þess vegna.
Asta hafði um margt sérstöðu í hópi nýju höfundanna. Að sumu leyti var
hún tengdari hefðinni en þeir. Deildi á stéttaskiptingu og fátækt, tvöfalt
siðgæði, fordóma og mannúðarleysi líkt og Gestur Pálsson, umhverfið þó
oftast Reykjavík samtímans. Söguhetjur hennar eru að jafnaði lítilmagnar,
sem bíða ósigur vegna ofríkis samfélags, ástæðurnar efnislegar og tíma-
bundnar en ekki tilvistarlegar, algildar. Engu að síður kvað við nýjan tón
með sögum hennar, einkum þeim fyrstu, þar sem hefðbundnum formgerð-
um smásögunnar er raskað á ýmsan hátt. Þessar sögur eru útmálun tilfinn-
ingalífs, sem beygt er undir kröfur myndræns og táknauðugs tungutaks.
Brotakenndar og sagðar í fyrstu persónu. Einlægnin slík að lesendur trúðu
(og trúa) því að um lifaðan veruleika væri að ræða, en ekki umskapaðan,
túlkaðan. Raunsæi þeirra felst þó ekki í veruleikastælingu heldur tilfinninga-
legu innsæi. Sviðið er vitund persónu eða sögusjálf, sem segja má að lifi á
mörkum tveggja heima, því að vera þess er sífelld togstreita og hreyfing
milli andstæðra skauta. Stíllinn er expressíonískur og vanabundin skynjun
framandgerð með ýmsum hætti. Að þessu leyti er um móderníska texta að
ræða, nýmæli í íslenskri smásagnagerð.
Irska sagnaskáldið Franc O’Connor sagði eitt sinn að útlaginn væri
heimilisfastur í smásögunni. Bókmenntaformið sjálft fæli í sér vitund um
mannlega útskúfun og einmanaleika.3 Þessi kenning er full almenn en þó má
styðja hana dæmum úr íslenskri smásagnagerð. Bókmenntagreinin virðist
einkar hentug til að lýsa kjörum þeirra, sem miður mega sín á einhvern hátt.
Söguhetjur gamla raunsæisins eru iðulega smælingjar, sem hrekjast í fólsku
samfélagi: konur, börn, umrenningar, dýr. Sögurnar lýsa oftast nær drottn-
un af einhverju tagi, manngerðirnar vélrænar: húsbóndi-þjónn, eignamað-
ur-lítilmagni, karl-kona, fullorðinn-barn, maður-dýr o. s. frv. Svipuð vensl
má sjá í nýju smásögunni. Þannig lýsa Geir og Thor utangarðsmönnum í
borg, einförum, sem fara villtir um öngstræti og skuggaborgir, ofsóttir og
útreknir. Þeir eiga margt sameiginlegt með smælingjum fyrri tíma: vanmátt-
inn, klofninginn, ósigurinn; lifa líkt og þeir í heimi, sem líkist helst fangelsi.
Munurinn er þó mikill. Raunsæismenn litu á smælingjann sem samfélags-
veru; „líf“ og „samfélag“ voru nánast samheiti að þeirra dómi. Nýju
höfundarnir aðgreindu hugtökin, sögðu sem svo: Einstaklingurinn er ekki
þáttur í víðri, hlutlægri merkingu, veröldin og vitund hans eru eitt. Þeir
höfnuðu hinni sögulegu/félagslegu greiningu mannsins og köfuðu undir
yfirborðið, í sálarlífið: hið óræða og ómeðvitaða, túlkun þeirra tilvistarleg
eða goðsöguleg. I stað hins illa leikna smælingja fyllti útlaginn í rammann,
sá er byggir eyðimörk eða strönd við ysta djúp, göngumaðurinn dapri, sem
149