Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Side 23

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Side 23
Götustelpan valdið hafa, styðjast ekki við hlutlægan grundvöll nema að litlu leyti, mátt- ugri þess vegna. Asta hafði um margt sérstöðu í hópi nýju höfundanna. Að sumu leyti var hún tengdari hefðinni en þeir. Deildi á stéttaskiptingu og fátækt, tvöfalt siðgæði, fordóma og mannúðarleysi líkt og Gestur Pálsson, umhverfið þó oftast Reykjavík samtímans. Söguhetjur hennar eru að jafnaði lítilmagnar, sem bíða ósigur vegna ofríkis samfélags, ástæðurnar efnislegar og tíma- bundnar en ekki tilvistarlegar, algildar. Engu að síður kvað við nýjan tón með sögum hennar, einkum þeim fyrstu, þar sem hefðbundnum formgerð- um smásögunnar er raskað á ýmsan hátt. Þessar sögur eru útmálun tilfinn- ingalífs, sem beygt er undir kröfur myndræns og táknauðugs tungutaks. Brotakenndar og sagðar í fyrstu persónu. Einlægnin slík að lesendur trúðu (og trúa) því að um lifaðan veruleika væri að ræða, en ekki umskapaðan, túlkaðan. Raunsæi þeirra felst þó ekki í veruleikastælingu heldur tilfinninga- legu innsæi. Sviðið er vitund persónu eða sögusjálf, sem segja má að lifi á mörkum tveggja heima, því að vera þess er sífelld togstreita og hreyfing milli andstæðra skauta. Stíllinn er expressíonískur og vanabundin skynjun framandgerð með ýmsum hætti. Að þessu leyti er um móderníska texta að ræða, nýmæli í íslenskri smásagnagerð. Irska sagnaskáldið Franc O’Connor sagði eitt sinn að útlaginn væri heimilisfastur í smásögunni. Bókmenntaformið sjálft fæli í sér vitund um mannlega útskúfun og einmanaleika.3 Þessi kenning er full almenn en þó má styðja hana dæmum úr íslenskri smásagnagerð. Bókmenntagreinin virðist einkar hentug til að lýsa kjörum þeirra, sem miður mega sín á einhvern hátt. Söguhetjur gamla raunsæisins eru iðulega smælingjar, sem hrekjast í fólsku samfélagi: konur, börn, umrenningar, dýr. Sögurnar lýsa oftast nær drottn- un af einhverju tagi, manngerðirnar vélrænar: húsbóndi-þjónn, eignamað- ur-lítilmagni, karl-kona, fullorðinn-barn, maður-dýr o. s. frv. Svipuð vensl má sjá í nýju smásögunni. Þannig lýsa Geir og Thor utangarðsmönnum í borg, einförum, sem fara villtir um öngstræti og skuggaborgir, ofsóttir og útreknir. Þeir eiga margt sameiginlegt með smælingjum fyrri tíma: vanmátt- inn, klofninginn, ósigurinn; lifa líkt og þeir í heimi, sem líkist helst fangelsi. Munurinn er þó mikill. Raunsæismenn litu á smælingjann sem samfélags- veru; „líf“ og „samfélag“ voru nánast samheiti að þeirra dómi. Nýju höfundarnir aðgreindu hugtökin, sögðu sem svo: Einstaklingurinn er ekki þáttur í víðri, hlutlægri merkingu, veröldin og vitund hans eru eitt. Þeir höfnuðu hinni sögulegu/félagslegu greiningu mannsins og köfuðu undir yfirborðið, í sálarlífið: hið óræða og ómeðvitaða, túlkun þeirra tilvistarleg eða goðsöguleg. I stað hins illa leikna smælingja fyllti útlaginn í rammann, sá er byggir eyðimörk eða strönd við ysta djúp, göngumaðurinn dapri, sem 149
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.