Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Blaðsíða 69

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Blaðsíða 69
Spegillinn hennar Lídu Sal Engin leið var að sofna. Svefninn flýði augun. Hún óttaðist að einhver svæfi núna, nóttina fyrir hátíð Frúar ljóðsins, í fötum Friðils- ins, sem hann Felípe litli átti að klæðast, og vætti þau í töfrasvita svo hann heillaðist. Æ, himnamóðir, heilaga mey! . . . muldraði hún. Fyrirgefðu mér óttann og hjátrú mína. Þetta er heimskulegt, ég veit það . . . að þetta eru aðeins hindurvitni úr lausu lofti gripin . . . en hann sonur minn! Oruggasta ráðið var að hindra það að sonurinn léki Friðil. En hvernig var hægt að hindra leikinn, úr því hann hafði lofað að vera Friðlaprinsinn? Hindrunin yrði þess valdandi að allt leystist upp. Og hún hafði í ofanálag stungið sjálf upp á því að Felípe litli gerði þetta; og það gegn vilja mannsins hennar. Það ætlaði aldrei að morgna. Hanarnir gólu ekki. Munnurinn var þurr. Hárið lá líkt og köngurlóarvefur um andlitið eftir áreynsluna við að festa blund á koddanum. Guð minn góður, hvaða kona og hvernig er sú sem sefur í FriðilskLeðunum sem hann Felípe minn litli fer í á morgun? 6. A daginn voru kinnbeinin á Lídu Sal stærri en augun, en á nóttinni var hún fremur eintóm augu en kinnbein. Og nú renndi hún sjóninni um herbergið sem hún svaf í. Og þegar hún hafði sannfærst um að hún var ein, að svartnættið eitt var félagi hennar og dyrnar harðlæstar — dyr og glugginn voru á dimmu búri — þá kastiði hún í flýti af sér klæðunum, renndi hrjúfum höndum um vaskinn, strauk sér um fíngerðan líkamann þurr í munni af kvíða. Augun voru rök, lendarn- ar skulfu og hún smeygði sér í Friðilsfötin, áður en hún lagðist til svefns. Fremur var það andvaka en svefn sem lamaði líkama þann sem var úrvinda af þreytu, en hvorugt hindraði þó að hún hjalaði í móki við fötin og segði hverjum litþræði, hverri litflís og perlusnúru frá ást sinni. Eina nóttina fór hún ekki í fötin. Hún vöðlaði þeim undir kodd- ann sár yfir að eiga ekki stóran spegil svo hún gæti skoðað sig alla í fötunum. Hana langaði ekki að vita hvernig fötin færu á henni, hvort þau væru of stutt, síð, víð, þröng, heldur var þetta þáttur í seiðnum að klæðast fötunum og skoða sig í stórum spegli. Lída Sal dró fötin hægt undan koddanum og kjassaði ermarnar, skálmarnar, bakstykk- 195
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.