Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Qupperneq 69
Spegillinn hennar Lídu Sal
Engin leið var að sofna. Svefninn flýði augun. Hún óttaðist að
einhver svæfi núna, nóttina fyrir hátíð Frúar ljóðsins, í fötum Friðils-
ins, sem hann Felípe litli átti að klæðast, og vætti þau í töfrasvita svo
hann heillaðist.
Æ, himnamóðir, heilaga mey! . . . muldraði hún. Fyrirgefðu mér
óttann og hjátrú mína. Þetta er heimskulegt, ég veit það . . . að þetta
eru aðeins hindurvitni úr lausu lofti gripin . . . en hann sonur minn!
Oruggasta ráðið var að hindra það að sonurinn léki Friðil. En
hvernig var hægt að hindra leikinn, úr því hann hafði lofað að vera
Friðlaprinsinn? Hindrunin yrði þess valdandi að allt leystist upp. Og
hún hafði í ofanálag stungið sjálf upp á því að Felípe litli gerði þetta;
og það gegn vilja mannsins hennar.
Það ætlaði aldrei að morgna. Hanarnir gólu ekki. Munnurinn var
þurr. Hárið lá líkt og köngurlóarvefur um andlitið eftir áreynsluna
við að festa blund á koddanum.
Guð minn góður, hvaða kona og hvernig er sú sem sefur í
FriðilskLeðunum sem hann Felípe minn litli fer í á morgun?
6.
A daginn voru kinnbeinin á Lídu Sal stærri en augun, en á nóttinni
var hún fremur eintóm augu en kinnbein. Og nú renndi hún sjóninni
um herbergið sem hún svaf í. Og þegar hún hafði sannfærst um að
hún var ein, að svartnættið eitt var félagi hennar og dyrnar harðlæstar
— dyr og glugginn voru á dimmu búri — þá kastiði hún í flýti af sér
klæðunum, renndi hrjúfum höndum um vaskinn, strauk sér um
fíngerðan líkamann þurr í munni af kvíða. Augun voru rök, lendarn-
ar skulfu og hún smeygði sér í Friðilsfötin, áður en hún lagðist til
svefns. Fremur var það andvaka en svefn sem lamaði líkama þann
sem var úrvinda af þreytu, en hvorugt hindraði þó að hún hjalaði í
móki við fötin og segði hverjum litþræði, hverri litflís og perlusnúru
frá ást sinni.
Eina nóttina fór hún ekki í fötin. Hún vöðlaði þeim undir kodd-
ann sár yfir að eiga ekki stóran spegil svo hún gæti skoðað sig alla í
fötunum. Hana langaði ekki að vita hvernig fötin færu á henni, hvort
þau væru of stutt, síð, víð, þröng, heldur var þetta þáttur í seiðnum
að klæðast fötunum og skoða sig í stórum spegli. Lída Sal dró fötin
hægt undan koddanum og kjassaði ermarnar, skálmarnar, bakstykk-
195