Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Blaðsíða 60
Tímarit Máls og menningar
gömlum hlutum, gripagarðinn, jurtagarðinn, straustofuna og búrið.
Fæturnir tipla um allt.
Þegar herra eiginmaðurinn sér eiginkonu sína á þessum erli ávítar
hann hana og vill að hún sitji róleg eða hvílist áhyggjulaus. En það er
slæmt: þá fæðast löt börn. Herra eiginmaðurinn hennar, hann Felípe
Alvísúres, hefur víða hugsun sem gerir hreyfingar hans hægar. Hann
er alltaf klæddur í víð strigaklæði. Hann kann lítið í reikningi, þó er
hann leikinn í að reikna út maísinn. Lestrarkunnáttan er léleg enda
óþörf eins og allir vita sem líta sjaldan í bók. Svo segir konan að hann
hljóti að vera víðsýnn í hugsun af því hvað hann er fámáll. Engu er
líkara en hann dragi orðin í dilk, eitt í einu, hvert úr sinni áttinni um
víðan veg. Herra Felípe er gæddur hæfilegu rými bæði yst sem innst,
svo hann geti hreyft sig, og hann anar að engu. Þess vegna getur hann
hugleitt grafalvarlegur á svipinn. Petrangela sagði að dauðinn gæti
ekki hrifið manninn hennar með sér, nema dauðanum tækist að króa
hann af í sauðarétt þegar stundin kæmi.
Heimilið ljómaði í bjartri sólarbirtu. Þetta var soltin sól sem veit
hvenær er matmálstími. En undir þakhellunum var fremur svalt.
Andstætt venju kom Felípe yngri á undan föður sínum og lét hestinn
stökkva yfir hliðgrindina. Hún var aðeins tvær slár efst og afar hættu-
leg. Þegar strákurinn hafði snúið hestinum og hleypt hratt á stökk
sem elding, svo gneistar sindruðu um fákinn undan skeifunum, þá
stóð hófaljónið á hlaðinu innan um hræddar hænur, geltandi hunda
og flögrandi alidúfur. Pilturinn rak þá upp roknahlátur.
Feikn var þetta ljótt, Felípe litli . . . svo þetta varst þú!
Móður hans geðjaðist lítt að slíkum hetjudáðum. Augu hestsins
ljómuðu og froða vall um snoppuna, en Felípe yngri hafði stigið af baki
og faðmað og hughreyst móður sína.
Skömmu seinna kom faðir hans ríðandi á svörtum klár sem hann
kallaði Samverjann, enda var hesturinn gæfur. Faðirinn steig stirðlega
úr hnakknum og lyfti slánum úr hliðinu sem Felípe hafði flogið yfir,
lagði þær aftur á sinn stað og kom hljóðlega. Ekkert heyrðist nema
hófahljóð Samverjans á steinlögðu stéttinni framan við hlaðið.
Þau mötuðust í þögn, horfðu hvert á annað eins og blindingjar.
Herra Felípe leit á konuna, konan á soninn og sonurinn á foreldra
sína sem hökkuðu í sig flatköku, nöguðu kjöt af kjúklingslegg með
186