Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Síða 60

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Síða 60
Tímarit Máls og menningar gömlum hlutum, gripagarðinn, jurtagarðinn, straustofuna og búrið. Fæturnir tipla um allt. Þegar herra eiginmaðurinn sér eiginkonu sína á þessum erli ávítar hann hana og vill að hún sitji róleg eða hvílist áhyggjulaus. En það er slæmt: þá fæðast löt börn. Herra eiginmaðurinn hennar, hann Felípe Alvísúres, hefur víða hugsun sem gerir hreyfingar hans hægar. Hann er alltaf klæddur í víð strigaklæði. Hann kann lítið í reikningi, þó er hann leikinn í að reikna út maísinn. Lestrarkunnáttan er léleg enda óþörf eins og allir vita sem líta sjaldan í bók. Svo segir konan að hann hljóti að vera víðsýnn í hugsun af því hvað hann er fámáll. Engu er líkara en hann dragi orðin í dilk, eitt í einu, hvert úr sinni áttinni um víðan veg. Herra Felípe er gæddur hæfilegu rými bæði yst sem innst, svo hann geti hreyft sig, og hann anar að engu. Þess vegna getur hann hugleitt grafalvarlegur á svipinn. Petrangela sagði að dauðinn gæti ekki hrifið manninn hennar með sér, nema dauðanum tækist að króa hann af í sauðarétt þegar stundin kæmi. Heimilið ljómaði í bjartri sólarbirtu. Þetta var soltin sól sem veit hvenær er matmálstími. En undir þakhellunum var fremur svalt. Andstætt venju kom Felípe yngri á undan föður sínum og lét hestinn stökkva yfir hliðgrindina. Hún var aðeins tvær slár efst og afar hættu- leg. Þegar strákurinn hafði snúið hestinum og hleypt hratt á stökk sem elding, svo gneistar sindruðu um fákinn undan skeifunum, þá stóð hófaljónið á hlaðinu innan um hræddar hænur, geltandi hunda og flögrandi alidúfur. Pilturinn rak þá upp roknahlátur. Feikn var þetta ljótt, Felípe litli . . . svo þetta varst þú! Móður hans geðjaðist lítt að slíkum hetjudáðum. Augu hestsins ljómuðu og froða vall um snoppuna, en Felípe yngri hafði stigið af baki og faðmað og hughreyst móður sína. Skömmu seinna kom faðir hans ríðandi á svörtum klár sem hann kallaði Samverjann, enda var hesturinn gæfur. Faðirinn steig stirðlega úr hnakknum og lyfti slánum úr hliðinu sem Felípe hafði flogið yfir, lagði þær aftur á sinn stað og kom hljóðlega. Ekkert heyrðist nema hófahljóð Samverjans á steinlögðu stéttinni framan við hlaðið. Þau mötuðust í þögn, horfðu hvert á annað eins og blindingjar. Herra Felípe leit á konuna, konan á soninn og sonurinn á foreldra sína sem hökkuðu í sig flatköku, nöguðu kjöt af kjúklingslegg með 186
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.