Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Síða 35

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Síða 35
Götustelpan skipast við það í andstöðu við umhverfi sitt og einangrast. Þessu formi má lýsa með eftirfarandi hætti: Aðlögun að ríkjandi Kynferðisleg og til- reglu ___ finningaleg bæling Fráhvarf frá ríkjandi Kynferðisleg og til- reglu finningaleg útrás I Sunnudagskvöldi ber mikið á myndmáli smæðarinnar. Sögukonan samsamar sig músunum og lifir neind sína í heimi karllegra tákna, sem rísa henni yfir höfuð. Hún fellur ekki inn í staðlað kvengervi og leitar út fyrir það að mennsku sinni. Að þessu leyti lýsir höfundurinn raunheimi konu við ákveðnar aðstæður. Þó er eins og lýsingin brjóti af sér takmörk kyn- og einstaklingsbundinnar reynslu. Sögukonan, ráðvillt, óttaslegin og á valdi ástríðna og dulvitaðra afla, er öðru fremur nútímamanneskja, sem klofnað hefur hið innra, sjálf og kerfi í stríði, aðstæður hennar fráleitar. í verkinu lýsir höfundur smækkun mannsins í samfélagi nútímans, frumkenndum hans og tvíræðum leik milli gleði og angistar. 6 Einstakir þættir Sunnudagskvólds tengjast eldfornum erkidæmum og hafa mýþíska merkingu, ekki síst ferðin, sem minnir á píslargönguna forðum, táknmið hennar: vitundarlíf manneskjunnar, leit hennar að bærilegum veruleika, samræmi, friði. I nútímabókmenntum er manninum oft lýst sem rótlausum flækingi, er ráfar um rammvilltur í myrkri og þoku eða enda- lausri auðn: hann er riddari í stríði við vindmyllur, sökudólgur í skugga óskiljanlegrar sektar, flóttamaður undan ógn, sem hann veit varla hver er, útlagi ellegar bandingi. Yfirleitt hefur þetta líkingamál ekki trúarlega skír- skotun eins og fyrrum. Maðurinn er ekki framar dæmdur af öðrum en sjálfum sér. Táknmál „dómsins" vísar að jafnaði til vitundar hans um að lífið er fallvalt, takmarkað og dauðlegt. Sú er og raunin í Sunnudagskvöldi þó að félagslegar ástæður skipti einnig máli. Tímanlegt snið Sunnudagskvólds býður heim mýþískri túlkun því að myndmálið geymir framvindu, sem líkist sólarhringnum. Sögukonan ferð- ast inn í ógnlegan heim, þar sem dauðalegar myndir ber fyrir sjónir, tákn- mið þeirra: tortíming. Lifir þó háskann af og rís upp á ný: líf _____ dagur dauði nótt TMM III 161
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.