Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Page 6
Tímarit Máls og menningar
fólki sem býr í óhrjálegu umhverfi sem félagsleg kúgun valdastéttanna hefur
orðið orsök að. Umhverfi raunsæisins hefur þó breyst á síðustu tímum og
snúist þannig að andlega óhrjálegt fólk býr í flottu umhverfi ofneyslu. En
kúgun valdastéttanna er á sínum stað: liggur algerlega í augum uppi.
Það er líka talsverð flónska í því að furða sig á kjánaskap og fylgni
listamanna á sviði stjórnmála. Þess vegna vekur furðu hvernig það fór fyrir
hjartað í mörgum greindum vinstrimanni að listamenn skyldu styðja Davíð
Oddsson við borgarstjórnarkosningarnar í vor, og það meira að segja „yfir-
lýstir vinstrisinnaðir listamenn" sem höfðu hlotið dönsk bjartsýnisverð-
laun.
Stuðningurinn er ekkert furðulegur, en hann er athyglisverður. Hann
lýsir kannski ekki endilega persónulegum aðstæðum listamannanna, síst
þeim sem varða starf þeirra, heldur líklega öllu fremur félagslegum aðstæð-
um í landinu og stéttaþróuninni. I þessu tilviki þeirri að svonefndir „lista-
menn“ koma núorðið helst frá efrihluta millistéttarinnar, sem þeir eru hluti
af, annað hvort vegna menntunar sinnar, eða öllu heldur skólagöngu, eða
foreldrar þeirra hafa setið fyrir í þessari stétt. Listafólkið kemur ekki lengur
„frá fólkinu sjálfu“ eins og sagt var á uppgangstímum kommúnismans.
Listafólkið er meira að segja orðið kjarninn í „sæta liðinu", því sem situr nú
við stjórnvölinn á flestum sviðum samfélagsins. Það kemur frá skólakynslóð
bítla- og síðbítlatímanna og um það er fjallað í mánaðaritunum. Lúxus,
Mannlíf, Heimsmynd. Jafn sjálfsagt er að fjalla um það og framámenn í
stjórnmálum og atvinnumálum. Listafólkið eru engir utangarðsmenn eða
brennuvargar með fyrirlitlegar hugsjónir. Það er allt í varðveislu gamalla
húsa, rífa áhrif fyrirlitslegs milliskeiðs af veggjunum, í líki hræðilegs vegg-
fóðurs, og auðvitað kemst það að traustum kjarna allra hluta. „Undir öllu
draslinu var skínandi panill." Þetta fólk myndar „athyglisverðustu pör á Is-
landi“. Og andi þess er yfir höfuð „Matthildarandinn“ úr samnefndum út-
varpsþáttum sem Davíð Oddsson átti sinn þátt í. Andinn er fyndinn andi og
örlítið poppaður. En í raun sem félagslegur andi og stjórnmálaleg eða
listræn hugsun, þá er hann líkasttil að mestu andlaus andi. Það er langsterk-
asta hlið hans og tryggir honum vinsældirnar bæði í bókmenntum og stjórn-
málum: hin gelgjulega og sjálfumglaða ánægja, sem er jafn heillandi um
stund og hún er leiðinleg til lengdar. Það að vera alltaf andlaus er jafn ófært
og það að vera sífellt skáldlegur. I hvorutveggja er einhver óhugnanlegur
skyldleiki sem verður oft að dauðadómi yfir vinsældunum, einkum vinsæld-
um í skáldskap og stjórnmálum, en „hrókar alls fagnaðar" lifa oft lengi
meðal þess sauðsvarta.
Líkleg skýring er til á því hvers vegna listamaðurinn hefur tíðum lítið vit á
stjórnmálum eða félagsmálum yfir höfuð. Hún er sú að hann skilur hvort
268