Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Síða 6

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Síða 6
Tímarit Máls og menningar fólki sem býr í óhrjálegu umhverfi sem félagsleg kúgun valdastéttanna hefur orðið orsök að. Umhverfi raunsæisins hefur þó breyst á síðustu tímum og snúist þannig að andlega óhrjálegt fólk býr í flottu umhverfi ofneyslu. En kúgun valdastéttanna er á sínum stað: liggur algerlega í augum uppi. Það er líka talsverð flónska í því að furða sig á kjánaskap og fylgni listamanna á sviði stjórnmála. Þess vegna vekur furðu hvernig það fór fyrir hjartað í mörgum greindum vinstrimanni að listamenn skyldu styðja Davíð Oddsson við borgarstjórnarkosningarnar í vor, og það meira að segja „yfir- lýstir vinstrisinnaðir listamenn" sem höfðu hlotið dönsk bjartsýnisverð- laun. Stuðningurinn er ekkert furðulegur, en hann er athyglisverður. Hann lýsir kannski ekki endilega persónulegum aðstæðum listamannanna, síst þeim sem varða starf þeirra, heldur líklega öllu fremur félagslegum aðstæð- um í landinu og stéttaþróuninni. I þessu tilviki þeirri að svonefndir „lista- menn“ koma núorðið helst frá efrihluta millistéttarinnar, sem þeir eru hluti af, annað hvort vegna menntunar sinnar, eða öllu heldur skólagöngu, eða foreldrar þeirra hafa setið fyrir í þessari stétt. Listafólkið kemur ekki lengur „frá fólkinu sjálfu“ eins og sagt var á uppgangstímum kommúnismans. Listafólkið er meira að segja orðið kjarninn í „sæta liðinu", því sem situr nú við stjórnvölinn á flestum sviðum samfélagsins. Það kemur frá skólakynslóð bítla- og síðbítlatímanna og um það er fjallað í mánaðaritunum. Lúxus, Mannlíf, Heimsmynd. Jafn sjálfsagt er að fjalla um það og framámenn í stjórnmálum og atvinnumálum. Listafólkið eru engir utangarðsmenn eða brennuvargar með fyrirlitlegar hugsjónir. Það er allt í varðveislu gamalla húsa, rífa áhrif fyrirlitslegs milliskeiðs af veggjunum, í líki hræðilegs vegg- fóðurs, og auðvitað kemst það að traustum kjarna allra hluta. „Undir öllu draslinu var skínandi panill." Þetta fólk myndar „athyglisverðustu pör á Is- landi“. Og andi þess er yfir höfuð „Matthildarandinn“ úr samnefndum út- varpsþáttum sem Davíð Oddsson átti sinn þátt í. Andinn er fyndinn andi og örlítið poppaður. En í raun sem félagslegur andi og stjórnmálaleg eða listræn hugsun, þá er hann líkasttil að mestu andlaus andi. Það er langsterk- asta hlið hans og tryggir honum vinsældirnar bæði í bókmenntum og stjórn- málum: hin gelgjulega og sjálfumglaða ánægja, sem er jafn heillandi um stund og hún er leiðinleg til lengdar. Það að vera alltaf andlaus er jafn ófært og það að vera sífellt skáldlegur. I hvorutveggja er einhver óhugnanlegur skyldleiki sem verður oft að dauðadómi yfir vinsældunum, einkum vinsæld- um í skáldskap og stjórnmálum, en „hrókar alls fagnaðar" lifa oft lengi meðal þess sauðsvarta. Líkleg skýring er til á því hvers vegna listamaðurinn hefur tíðum lítið vit á stjórnmálum eða félagsmálum yfir höfuð. Hún er sú að hann skilur hvort 268
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.