Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Side 8

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Side 8
Tímarit Máls og menningar ég reyni ekki að útskýra hana hér, en jafn skjótt og sósíalisminn eða kommúnisminn varð að raunveruleika (í Sovétríkjunum og öðrum löndum) glataði hann upprunalegri leynd sinni og dulmagni, án þess að hugmynda- fræðingar hans reyndu að slá varnagla gegn slíku. Þeir voru allt of sann- færðir um að hann væri „vísindalegur“: vísindalegur sósíalismi. Og með tímanum fældist listafólkið að einhverju leyti frá honum. Það er meira fyrir „leikhúsin“ en vísindalegar rannsóknarstofur. Og lífið er það líka, að minnsta kosti hversdagslega. Svo ekki sé talað um hinn sauðsvarta sem er allur í spilverkinu. Aftur á móti hafa töfrar, skáldskapur og stjórnmál verið Davíð Oddssyni í hag þessa stundina. Orðhagir menn (skáld í andanum?) fóru að tala um Davíðsborg. Þótt það sé gert í gamni tengist Reykjavík um leið annarri og biblíulegri borg en hún er, samt dettur víst engum í hug að halda í alvöru að hún sé hin Nýja Jerúsalem sem koma skal og yfir henni muni hvíla andblær Selmu Lagerlöf. En með Davíð Oddssyni þykjast ýmsir hafa fundið í henni vissan matthildaranda, sem tengist matthildarminnum í huga margra sem hlustuðu á hina vinsælu þætti hinna þríeinu Matthildinga á sínum tíma í útvarpinu. Og þá komum við að kjarna málsins: skáldskaparpanilnum sem sæta liðið hefur fundið í listrænu niðurrifi sínu á bókmenntabetrekkinu fram á okkar dag. Þórarinn Eldjárn hefur orðið einkum fyrir gremju Alþýðubandalags- manna, ef það er þá vísindalega sannað að það hafi verið þeir sem grenjuðu að honum (líklega fullir) að næturlagi (og þá í gegnum síma). Þetta leið- inlega lið sem er ennþá með púkalegt bolsabetrekk á sér hefur ásakað hann fyrir að hafa stutt Davíð í matthilsku sinni, og þeir hafa kastað aftur í hann bókum hans (í gegnum síma?). Líklega er það ofvaxið skilningi Alþýðu- bandalagsmanns að það er eðlilegt að matthildingur í andanum og samstarfs- maður í matthildarþáttagerð styðji matthilskuna í stjórnmálum, en þá einkum manninn, samkvæmt fyrstu setningunni í þessari grein. Kannski hefur Þórarinn bara ruglað saman stjórnmálamanni og stjórn- sýslumanni, því Davíð er helzt í ætt við þann síðar nefnda. Og í þokkabót er hann gæddur einstaklingshyggju misheppnaðs listamanns, hyggju sem nálg- ast það að vera fremur einþykkni en beinlínis hyggja. Því hugmyndafræði er fjarlæg honum, þótt hann kunni að kenna sig við einhverja slíka. Hug- myndafræðin er almennt í hnignun og þá líka hérlendis hjá öllum flokkum, líka vinstriflokkunum. Það gæti átt jafnt við um Davíð Oddsson og Össur Skarphéðinsson, þegar fylgjandi þess síðar nefnda segir um hann, sem „uppáhaldsstjórnmálamann“ sinn. „Hann er mikill maður og skemmtilegur og lifandi ræðumaður. Eg myndi ekki kalla hann pólitíkus því hann berst fyrir hugsjónum. Síðast en ekki síst er hann ungur og baráttuglaður, með 270
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.