Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Page 9

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Page 9
Adrepur húmorinn á réttum stað.“ Ef þetta er ekki matthilsk skoðun fremur en marxísk, þá skal ég láta hengja mig í Kreml. En annars virðist vera betri lausn á málinu, því að samkvæmt lenskri hefð, íslenskri gæsku og hugmynd hennar um manndóm, hefur Bríet Héðinsdótt- ir okkar, með húmorinn á réttum stað í blaðagrein í Þjóðviljanum, boðið Þórarni Eldjárn og „vinstrisinnuðum félögum" að taka orð sín aftur — og þá frá Davíð Oddssyni, og fyrir afturköllunina eiga félagamir að hljóta fyrri sess sinn og einslags pólitíska fyrirgefningu í anda Einars H. Kvaran. Svona virðast stjórnmálin vera auðveld á Islandi: það er um að gera að slá nógu mikið úr og í og flá sinn pólitíska skoðanakött. Enda verða orð auðveldlega aftur tekin í litlu samfélagi vina og kunningjatengsla þar sem aldrei er að marka neitt í raun og veru. Mér þykir samt ólíklegt að Þórarinn og fyrrverandi vinstri félagar geri þá óhagkvæmu skyssu, eins og þjóðmálin standa nú og ástandið er á vinsælda- listanum, að taka orð sín aftur. Vegna þess að það að verða fyrir hæfilegum „ofsóknum“ er og hefur verið unaður og munaður dýrlinganna. Þær geta verið talsverð hlunnindi bæði skáldum og prestum. En hvorir tveggja eru haldnir talsverðri píslarvættisþrá, eins og íslensk dæmi sanna. Og nú nefni ég engin nöfn. En fyrir ofsóknir hafa skáld og prestar hlotið ríkuleg laun í lokin og þjóðarhylli. Kannski vegna þess að þeir hafa haldið snilldarvel á píslarvættisspöðunum. I þeim tilvikum hefur íhaldið verið að ofsækja vinstrimenn, en ég veit ekki hvort jafn mikil auðsæld og vinsæld fylgja ofsóknum frá Alþýðubandalaginu. Mig grunar að maður fái ekki krónu fyrir þær. I lokin langar mig að nefna lítið en eflaust gleymt dæmi um það hvernig það borgar sig að hljóta hæfilegt píslarvætti vegna ofsókna af hálfu íhaldsins. Og það er um séra Sigurbjörn Einarsson sem heldur áfram að vera biskup þótt hann sé fyrir löngu farinn af biskupsstóli, titlinum heldur hann samt. Fyrir mörgum árum og við aðrar þjóðfélagsaðstæður en núna ríkja birti hann greinarstúf í þessu Tímariti, Máls og menningar, sem margir telja að hafi frá fyrstu tíð verið lepprit annarlegra afla í þjóðfélaginu. Og eftir því sem séra biskupinn sagði sjálfur frá í viðtali, líkt og Þórarinn, þá hlaut hann fyrir stúfinn skammir og börn hans voru ofsótt í skóla af íhaldinu. A þessum tíma var Sigurbjörn aðeins séra. En hann hélt svo snilldarlega á píslarvættisspöðunum að eins og fyrir kraft einhvers hókus-pókus í himna- ríki og á prestastefnu var hann allt í einu orðinn séra Sigurbjörn Einarsson biskup. Og að síðustu varð hann að þvílíku sálmaskáldi að hann hlaut úthlutun úr sjóði rithöfunda, þó orðleikarar yngri fengju ekki krónu úr sama sjóði. Og það þótti Thor Vilhjálmssyni undarlegt á þingi rithöfunda, maður sem hefur ekki kunnað að halda það rétt á píslarvættisspöðunum að 271
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.