Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Síða 9
Adrepur
húmorinn á réttum stað.“ Ef þetta er ekki matthilsk skoðun fremur en
marxísk, þá skal ég láta hengja mig í Kreml.
En annars virðist vera betri lausn á málinu, því að samkvæmt lenskri hefð,
íslenskri gæsku og hugmynd hennar um manndóm, hefur Bríet Héðinsdótt-
ir okkar, með húmorinn á réttum stað í blaðagrein í Þjóðviljanum, boðið
Þórarni Eldjárn og „vinstrisinnuðum félögum" að taka orð sín aftur — og þá
frá Davíð Oddssyni, og fyrir afturköllunina eiga félagamir að hljóta fyrri
sess sinn og einslags pólitíska fyrirgefningu í anda Einars H. Kvaran. Svona
virðast stjórnmálin vera auðveld á Islandi: það er um að gera að slá nógu
mikið úr og í og flá sinn pólitíska skoðanakött. Enda verða orð auðveldlega
aftur tekin í litlu samfélagi vina og kunningjatengsla þar sem aldrei er að
marka neitt í raun og veru.
Mér þykir samt ólíklegt að Þórarinn og fyrrverandi vinstri félagar geri þá
óhagkvæmu skyssu, eins og þjóðmálin standa nú og ástandið er á vinsælda-
listanum, að taka orð sín aftur. Vegna þess að það að verða fyrir hæfilegum
„ofsóknum“ er og hefur verið unaður og munaður dýrlinganna. Þær geta
verið talsverð hlunnindi bæði skáldum og prestum. En hvorir tveggja eru
haldnir talsverðri píslarvættisþrá, eins og íslensk dæmi sanna. Og nú nefni
ég engin nöfn. En fyrir ofsóknir hafa skáld og prestar hlotið ríkuleg laun í
lokin og þjóðarhylli. Kannski vegna þess að þeir hafa haldið snilldarvel á
píslarvættisspöðunum. I þeim tilvikum hefur íhaldið verið að ofsækja
vinstrimenn, en ég veit ekki hvort jafn mikil auðsæld og vinsæld fylgja
ofsóknum frá Alþýðubandalaginu. Mig grunar að maður fái ekki krónu
fyrir þær.
I lokin langar mig að nefna lítið en eflaust gleymt dæmi um það hvernig
það borgar sig að hljóta hæfilegt píslarvætti vegna ofsókna af hálfu íhaldsins.
Og það er um séra Sigurbjörn Einarsson sem heldur áfram að vera biskup
þótt hann sé fyrir löngu farinn af biskupsstóli, titlinum heldur hann samt.
Fyrir mörgum árum og við aðrar þjóðfélagsaðstæður en núna ríkja birti
hann greinarstúf í þessu Tímariti, Máls og menningar, sem margir telja að
hafi frá fyrstu tíð verið lepprit annarlegra afla í þjóðfélaginu. Og eftir því
sem séra biskupinn sagði sjálfur frá í viðtali, líkt og Þórarinn, þá hlaut hann
fyrir stúfinn skammir og börn hans voru ofsótt í skóla af íhaldinu. A
þessum tíma var Sigurbjörn aðeins séra. En hann hélt svo snilldarlega á
píslarvættisspöðunum að eins og fyrir kraft einhvers hókus-pókus í himna-
ríki og á prestastefnu var hann allt í einu orðinn séra Sigurbjörn Einarsson
biskup. Og að síðustu varð hann að þvílíku sálmaskáldi að hann hlaut
úthlutun úr sjóði rithöfunda, þó orðleikarar yngri fengju ekki krónu úr
sama sjóði. Og það þótti Thor Vilhjálmssyni undarlegt á þingi rithöfunda,
maður sem hefur ekki kunnað að halda það rétt á píslarvættisspöðunum að
271