Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Page 17

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Page 17
íslenskar barnabœkur 1980—1985 fram að fermingu. Bók Steinunnar er ætluð elsta hópnum og hefur val hennar tekist vel. Allar bækurnar eru myndskreyttar og fallegar og verða kærkomið lestrarefni fyrir vel læs börn líka. Endurminningar hafa verið meðal athyglisverðustu og vinsælustu bóka hér á landi undanfarinn áratug, og oft eru kaflarnir um bernskuna áhrifamestu frásagnirnar. Nægir að minna á Fátækt fólk eftir Tryggva Emilsson, Undir kalstjörnu eftir Sigurð A. Magnússon og Lífssögu Aðalheiðar Bjarnfreðs- dóttur. Allir þessir höfundar hafa verið óragir að rifja upp hvað það var oft erfitt og sárt að vera barn, enda eru þeir að skrifa fyrir fullorðna lesendur. Þeir minna okkur líka á að börn heyra, sjá og finna til betur en fullorðnir, þau lifa ekki í ómenguðu sæluríki eins og oft hefur virst í bernskuminning- um sem ætlaðar eru börnum. Mörgum finnst — og kannski með réttu — að börnum séu búin verri lífsskilyrði núna en þegar þeir voru að alast upp, þess vegna hættir þeim til að einfalda dæmið og sleppa því sem slæmt var, kannski í von um að endurvekja það sem gott var. Þessi lýsing á ekki við bestu barnabókahöfunda okkar eins og Hjalti Stefáns Jónssonar er dæmi um. Sömu einlægni beita þau Guðrún Helgadótt- ir og Hreiðar Stefánsson í bókunum sem byggja á æsku þeirra sjálfra. Þau leggja mikið upp úr hinum mannlega þætti, draga fram atriði sem skipta máli, bæði þá og nú, tilfinningalega baráttu persónanna, löngunina til að standa sig vel og vera metin að verðleikum, þrána eftir samastað og öryggi. Þau sýna liðna tíð á sannferðugan hátt með því að draga fram ólíkar hliðar á fortíðinni. Eitt af því sem kallar á endurminningabækur er einmitt þörf fólks fyrir að rekja líf sitt til róta með góðri fræðslu um liðna tíð. Þetta á ekki síst við um börn. Þá þörf kemur Vilborg Dagbjartsdóttir á móts við í bókinni sinni um Boggu á Hjalla (1984), en um leið og hún fræðir af þolinmæði og vandvirkni tekur lesandi þátt í kjörum Boggu, stríðir meira að segja með henni við siðfræðileg viðfangsefni sem alltaf eru áþekk í barnslífinu þótt tímarnir breytist. Enn lengra aftur í tímann fer Páll H. Jónsson í Lambadreng (1981) þar sem hann lýsir í svipmyndum ævi og kjörum hjarðsveins í harðbýlu landi. En þótt hann fari langt aftur í tímann er eins og efnið sé of viðkvæmt, höfundur heldur sig of fjarri því til að geta verið einlægur og brynjar sig með viðhafnarmiklu tungutaki sem rís milli sögu og lesanda. Bernskuminningar leiða hugann beint að sveitasögum og ég sný út úr fleygum orðum Steins Steinars og segi: Hin hefðbundna sveitasaga er nú loksins dauð. En hvað er hefðbundin sveitasaga? Það er ekki saga sem fjallar um fólk í sveit, eins og bækurnar um Hjalta, Grösin í glugghúsinu eða 279
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.