Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Side 22
Sólrún Geirsdóttir
Valgerður Á. Rúnarsdóttir
Nýtt innsæi
Á árunum 1980—1985 fór að bera á nýju viðfangsefni í íslenskum bókum
fyrir börn. Hér er átt við skrif um sálarlíf barna, átök þeirra við umhverfi
sitt og aðstæðurnar sem þjóðfélagsið býr þeim. Kjarnafjölskyldan er athug-
uð frá sjónarhóli barnanna og oft fylgjumst við með þroska þeirra til aukins
skilnings og undirbúnings fyrir sitt eigið líf. Átökin sem lýst er í bókunum
eru innra með börnunum og rista misdjúpt, en sjaldnast er um að ræða að-
keypta lausn eða breytingu á umhverfi heldur kemur lausnin að innan. Sög-
urnar eiga sér tiltekið raunverulegt sögusvið og atburðarás er eðlileg. Með
því fá þær bestu sannfæringarkraft og aukinn áhrifamátt, en auðvitað tekst
höfundum misvel að koma efni sínu til skila.
Umfjöllunin hér á eftir er um eftirtaldar bækur: Polli er ekkert bldvatn,
Elsku barn! og Það var skræpa eftir Andrés Indriðason, Himnaríki fauk
ekki um koll eftir Ármann Kr. Einarsson, Vera eftir Ásrúnu Matthíasdótt-
ur, Þetta er nú einum of. . . eftir Guðlaugu Richter, Mömmustrákur eftir
Guðna Kolbeinsson, Þegar pabbi dó eftir Guðrúnu Oldu Harðardóttur,
Grösin í glugghúsinu eftir Hreiðar Stefánsson, Fbekings-Jói eftir Indriða
Ulfsson, Dagur í lífi drengs eftir Jóhönnu Álfheiði Steingrímsdóttur, Tobías
og Tinna, Tobías og vinir hans og Tobías trítillinn minn eftir Magneu frá
Kleifum og Lena Sól eftir Sigríði Eyþórsdóttur.
Breytingar
Ýmsar breytingar hafa orðið á raunsæisbókmenntum fyrir börn eins og sjá
má ef þetta sex ára tímabil er borið saman við eldri tíma. Rétt er þó að taka
fram strax að margt af því sem hér kemur fram sem nýjabrum sást í barna-
bókum Stefáns Jónssonar, en ekki fylgdi straumur bóka um sams konar efni
í kjölfarið eins og nú hefur gerst.
Þroskasögur eru nú skrifaðar um mun yngri börn en áður. Börn allt frá
fimm ára aldri hafa tekið við af unglingunum. Þau eru hugsandi og athugul
og reyna að skilja umhverfi sitt og stöðu sína. Tobíasarbœkumar og
Mömmustrákur eru dæmi um bækur þar sem söguhetjurnar eru mjög ungar.
I bókunum Polli er ekkert blávatn, Himnaríki fauk ekki um koll, Þetta er
284