Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Page 23

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Page 23
Nýtt innsxi nú einum of... og Grösin í glugghúsinu eru söguhetjurnar eldri en þó ennþá börn. Þær eru allar verðugir fulltrúar þessara íhugulu barna. Skyldu börn nútímans vera þroskaðri og alvarlegar þenkjandi en áður tíðkaðist? Rithöfundar hafa að minnsta kosti ekki hætt sér út í að skrifa slíkar sögur fyrr en nú. Nú eiga sögurnar sér oftar en áður tiltekið umhverfi, reyndar oftast höfuðborgina á okkar dögum. Dæmi um sögur sem gerast í Reykjavík eða gætu sem best gerst þar eru Polli er ekkert hldvatn, Elsku bam!, Þad var skræpa, Himnaríki fauk ekki um koll, Vera, Þetta er nú einum of. . . (þar sem sögutími er að vísu árið 1960), Þegar pabbi dó, FLekings-Jói, fyrsta bókin um Tobías og Lena Sól. Stærð og fyrirkomulag fjölskyldunnar er hliðstætt því sem algengast er í raunveruleikanum. I því sambandi má nefna að allar söguhetjurnar eru einbirni eða annað tveggja systkina nema í sögunum Grösin í glugghúsinu og Þetta er nú einum of. . . I þeim er systkinahópurinn stór, enda gerast þær fyrr á árum. Viðkvæm mál og daglegar erjur á heimilinu eru ekki falin heldur dregin upp á yfirborðið og það gerir sögurnar sannari en ella. Þetta sést glöggt í Polli er ekkert blávatn þar sem vandinn er drykkja föðurins og ósamkomulag foreldranna. Sama er að segja um Himnaríki fauk ekki um koll. Aður fyrr var oft tekið á stöku vandamáli og það leyst án tillits til annarra þátta í lífi barnsins. Þetta sést til dæmis í sögum frá síðasta áratugi en þá voru lögð drög að þessari bylgju. Nú fáum við oftast að fylgja söguhetju í öllum önnum daglegs lífs, sem gerir allt raunverulegra. Persónan sjálf fær jafnframt meiri dýpt. I þessum nýju sögum eru börnin ekki fegruð eða upphafin, þau eru ekki endilega fyrirmyndarbörn, gáfuð, falleg, skemmtileg og „vel upp alin“ eins og algengt var, heldur er hér að finna ýmsar útgáfur af venjulegum börnum. Líklega er söguhetjan í Veru einna augljósasta dæmið um þetta því hún er einstaklega eðlileg í öllum gerðum og hugsunum. Sögu- hetjan í Tobíasarbókunum er einnig sannfærandi. Drengurinn tilheyrir minnihlutahópi þar sem hann er fatlaður, feiminn og lítill í sér, en þrátt fyrir það er hann eðlilegt barn sem hefur margar og ólíkar hliðar. Vandamálin í sögunum stafa oft af tímaskorti og skilningsleysi foreldr- anna sem aftur eiga rætur að rekja til aðstæðna þeirra og samfélagsins. Ekki er reynt að æsa börnin upp í að breyta ástandinu heldur felst lausnin í skilningi og þroska þeirra sjálfra, vandanum er fylgt eftir og unnið úr honum betur en oft var í hversdagsraunsæissögum. Það ber að athuga að hér að ofan er miðað við það algengasta sem kemur fram í þessum sögum en margar undantekningar er að finna eins og síðar kemur fram. 285
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.