Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Síða 23
Nýtt innsxi
nú einum of... og Grösin í glugghúsinu eru söguhetjurnar eldri en þó
ennþá börn. Þær eru allar verðugir fulltrúar þessara íhugulu barna. Skyldu
börn nútímans vera þroskaðri og alvarlegar þenkjandi en áður tíðkaðist?
Rithöfundar hafa að minnsta kosti ekki hætt sér út í að skrifa slíkar sögur
fyrr en nú.
Nú eiga sögurnar sér oftar en áður tiltekið umhverfi, reyndar oftast
höfuðborgina á okkar dögum. Dæmi um sögur sem gerast í Reykjavík eða
gætu sem best gerst þar eru Polli er ekkert hldvatn, Elsku bam!, Þad var
skræpa, Himnaríki fauk ekki um koll, Vera, Þetta er nú einum of. . . (þar
sem sögutími er að vísu árið 1960), Þegar pabbi dó, FLekings-Jói, fyrsta
bókin um Tobías og Lena Sól.
Stærð og fyrirkomulag fjölskyldunnar er hliðstætt því sem algengast er í
raunveruleikanum. I því sambandi má nefna að allar söguhetjurnar eru
einbirni eða annað tveggja systkina nema í sögunum Grösin í glugghúsinu
og Þetta er nú einum of. . . I þeim er systkinahópurinn stór, enda gerast
þær fyrr á árum. Viðkvæm mál og daglegar erjur á heimilinu eru ekki falin
heldur dregin upp á yfirborðið og það gerir sögurnar sannari en ella. Þetta
sést glöggt í Polli er ekkert blávatn þar sem vandinn er drykkja föðurins og
ósamkomulag foreldranna. Sama er að segja um Himnaríki fauk ekki um
koll.
Aður fyrr var oft tekið á stöku vandamáli og það leyst án tillits til annarra
þátta í lífi barnsins. Þetta sést til dæmis í sögum frá síðasta áratugi en þá
voru lögð drög að þessari bylgju. Nú fáum við oftast að fylgja söguhetju í
öllum önnum daglegs lífs, sem gerir allt raunverulegra. Persónan sjálf fær
jafnframt meiri dýpt. I þessum nýju sögum eru börnin ekki fegruð eða
upphafin, þau eru ekki endilega fyrirmyndarbörn, gáfuð, falleg, skemmtileg
og „vel upp alin“ eins og algengt var, heldur er hér að finna ýmsar útgáfur af
venjulegum börnum. Líklega er söguhetjan í Veru einna augljósasta dæmið
um þetta því hún er einstaklega eðlileg í öllum gerðum og hugsunum. Sögu-
hetjan í Tobíasarbókunum er einnig sannfærandi. Drengurinn tilheyrir
minnihlutahópi þar sem hann er fatlaður, feiminn og lítill í sér, en þrátt fyrir
það er hann eðlilegt barn sem hefur margar og ólíkar hliðar.
Vandamálin í sögunum stafa oft af tímaskorti og skilningsleysi foreldr-
anna sem aftur eiga rætur að rekja til aðstæðna þeirra og samfélagsins. Ekki
er reynt að æsa börnin upp í að breyta ástandinu heldur felst lausnin í
skilningi og þroska þeirra sjálfra, vandanum er fylgt eftir og unnið úr
honum betur en oft var í hversdagsraunsæissögum.
Það ber að athuga að hér að ofan er miðað við það algengasta sem kemur
fram í þessum sögum en margar undantekningar er að finna eins og síðar
kemur fram.
285