Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Side 24
Tímarit Máls og menningar
Umhverfi og tími
Ytri aðstæður í bókunum eru oftast í samræmi við það sem fjöldinn býr við.
Nánar tiltekið er sögusviðið oft blokkasamfélag í stóru þéttbýli í samtíman-
um. Foreldrar barnanna eru yfirleitt einstæðir og/eða útivinnandi og börnin
einbirni. Höfundarnir spegla raunverulegt umhverfi í sögunum og ná þar
með eyrum þeirra sem það þekkja.
Einu sinni var litið á borgarumhverfið sjálft sem vandamál en við lestur
þessara bóka er greinilegt að það er liðin tíð. Vandamálin koma upp ef
persónurnar bjóða upp á þau, óháð því hvar eða hvernig þær búa.
Aðalpersónan í sögunum er barnið sjálft. Aðrar persónur sem koma við
sögu eru alltaf foreldrar og auk þeirra ýmist kunningjar, ættingjar eða vinir.
Allar persónur fyrir utan barnið sjálft eru í aukahlutverkum og það leggur
meiri áherslu á barnið, tilfinningar þess og sjónarhorn. Frá þessu er ein stór
undantekning. Það eru persónurnar í Tobíasarbókunum. Þar eru Sighvatur
og Tinna veigamiklar persónur sem skipta söguhetju miklu máli. Persónu-
sköpunin er sérlega vönduð og áhrifamikil. Höfundur lætur barnið í
sögunni fá sjálfsöryggi og þroska með beinni hjálp þessara persóna. Það
tileinkar sér hreinlega það í fari þeirra sem það þarf á að halda, án þess að
missa sín sérkenni. Þetta er listavel unnið og af virðingu fyrir lesendunum.
Þrjár bækur skera sig úr hvað varðar umhverfi og/eða tíma, Dagur í lífi
drengs, Þetta er nú einum of. . . og Grösin í glugghúsinu.
I Dagur í lífi drengs nær höfundur ekki að gera umhverfi eðlilegt.
Sögusviðið á að vera hús í nágrenni við þorp en við erum alls ósáttar við
athafnir drengsins miðað við það umhverfi. Þorpið er honum undarlega
fjarlægt og nánasta umhverfi hefur ekki upp á neitt að bjóða. Aukapersónur
sögunnar eru ósannfærandi, þar með taldir foreldrarnir, einhliða og ótrú-
verðugar og einkennilega fáar. Drengurinn virðist til dæmis ekki eiga vin á
sama aldri til að geta að minnsta kosti hugsað til svo ekki sé meira sagt.
Eins og fyrr segir gerast sögurnar í nútímanum þó að tímasetning sé ekki
augljós í þeim öllum, til dæmis Mömmustrák. Undantekningar eru bæk-
urnar Þetta er nú einum of... og Grösin í glugghúsinu. Þær kynna okkur
tvenna gamla tíma á ólíkan hátt.
I Þetta er nú einum of. . . lýsir Guðlaug Richter lífi fjölskyldu í Reykja-
vík árið 1960 og tekur sér stöðu hjá dreng sem er elstur í stórum systkina-
hópi. Þó að sögusviðið sé gamalt eru vandamál söguhetju ekki úrelt heldur
eiga þau sér víða hliðstæðu í nútímanum. Það gefur sögunni aukið gildi.
Auk þess er hún skemmtilega skrifuð, lýsingarnar eru lifandi og efnið raun-
verulegt. Höfundur tekur á efninu eins og aðrir sem skrifa raunsæisbók-
menntir um nútímann. Hún reynir ekki að fegra eða gera persónur að
286