Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Síða 25
Nýtt innsxi
tilbúnum fyrirmyndum, til dæmis foreldrana. Guðlaugu tekst að tengja
eldri tímann nútímanum og kynna okkur um leið lífið á þessum árum. Við
verðum jafnframt berlega vör við að vandamálin eru til þótt ekki séu blokkir
eða útivinnandi foreldrar í forgrunni.
I bók Hreiðars Stefánssonar Grösunum í glugghúsinu kynnumst við
aðstæðum sem ekki eru lengur til. Sagan gerist á kreppuárunum og fylgir
eftir dreng sem einnig er elstur í stórum systkinahópi. Hún er snilldarlega
vel gerð og sýnir á eftirminnilegan hátt lífið í sveit að hætti gamallar tíðar frá
sjónarhóli ungs og óreynds drengs. Myndin sem dregin er upp er algerlega
„ný“ fyrir nútímabarn sem gerir söguna ef til vill jafn framandi og áhuga-
verða og sögur utan úr geimnum. Frásagnarhátturinn er óvenjulegur því
sagan er sögð í annarri persónu, en um leið verður lesandi allt að því hluti af
frásögninni. Hann tengist söguhetju náið og á auðveldara með að skilja
hana. Lesandi finnur að í rauninni er söguhetja ekki ólík börnum nútímans,
það vill bara svo til að tími og umhverfi er annað.
Sögurnar sem hér eru til umfjöllunar gefa ekki til kynna að umhverfi eða
fyrirkomulag fjölskyldunnar séu ein sér undirrót vandans. Aftur á móti
kemur hann upp þar sem annars staðar ef svo ber undir. Tvær bækur eftir
Andrés Indriðason, Það var skrapa og Elsku barn! setja upp dæmigerða
aðstöðu nútímabarns, söguhetjur búa í blokk og í Elsku barni vinna
foreldrar þar að auki mikið. Þrátt fyrir það eru engin vandamál sjáanleg.
Börnin eru ósköp venjuleg en ekki stórskemmd fórnardýr. í Það var skrxpa
snýst söguþráðurinn um ákveðið viðfangsefni barnanna og venjulegar
„sandkassadeilur" milli leikfélaga koma upp sem áreiðanlega hafa fylgt
börnum frá upphafi. Söguhetjan í Elsku barni styttir sér stundir með
auðugu ímyndunarafli sínu eins og svo mörg börn. Hún á góðar stundir
með foreldrum sínum þegar þau eru saman, en eins og eðlilegt er vildi hún
að þær stundir væru fleiri. Vandamál þurfa ekki lengur að fylgja raunsæjum
sögum um nútímabörn.
Umhverfið og tímasetningin eru fyrst og fremst til að ná til sem flestra,
gera sögurnar sem raunverulegastar og auka áhrifamátt þeirra.
Vandamál og lausnir
Langflest börnin í þessum bókum eru hæg og hugsi, þau takast á við
vandamálin undir yfirborðinu. Hér er Tobías skýrasta dæmið. Einnig er
þetta áberandi í Mömmustrák og Grösunum í glugghúsinu. Lesandinn
fylgist betur með sálarstríði söguhetja en aðrar persónur í sögunni geta.
Langalgengast er að vandinn sé fólginn í samskiptum barnsins og foreldr-
anna. Dæmi um það eru Polli er ekkert blávatn, Mömmustrákur, Dagur í
287