Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Page 26
Tímarit Máls og menningar
lífi drengs og Tobíasarbœkurnar. Einnig koma fyrir átök um áfengisvand-
ann, vistina á dagheimilinu, vandinn að meðtaka fósturforeldri og fleira.
Lausnirnar felast ekki í stórkostlegum breytingum heldur þroska sem lítið
ber á nema í hugarheimi barnsins.
Sögurnar eru misjafnlega djúpt hugsaðar. Sumar hverjar stikla á stóru,
rekja framrás ákveðins atviks eða vanda sem síðan leysist án tillits til annarra
þátta í lífi barnsins. Slíkar sögur er erfitt að sjá fyrir sér ljóslifandi og því
missa þær áhrifamátt. Sem dæmi um þetta má nefna Lenu Sól og Þegar
pabbi dó, báðar þunnar og efnislitlar. Aðrar telja fjölda blaðsíðna en eru
samt fjarlægar og ótrúverðugar. Dæmi um slíkt er Fbekings-Jói, þar er ekki
tekið á neinum vanda, þótt af nógu sé að taka, sagan er eingöngu röð
atburða í lítt sannfærandi umhverfi og með ósönnum persónum.
I Himnaríki fauk ekki um koll er umhverfi nokkuð raunverulegt. Aftur á
móti er lausnin sem hnykkt er á í lokin algjörlega óviðunandi. Þar er
áfengisvandamálið gert jafn viðráðanlegt og vesæl sápukúla sem hverfur um
leið og hendi er veifað. Þar að auki er gefið í skyn að lausnin sé varanleg, en
eins og flestir vita er hún ekki fullreynd á skömmum tíma í raunveruleikan-
um. Auk þess er undarlegt að láta alla samúð vera hjá drykkjumanninum en
eiginkonan sem mest mæðir á er máluð svört.
I Dagur í lífi drengs er engin lausn sjáanleg. Söguhetjan þroskast lítið,
engin breyting verður á umhverfi né í huga drengsins. Hann er engu bættari
í sögulok. Þar er ekki einu sinni skilningi fyrir að fara. Höfundurinn skilur
söguhetju eftir sem yfirgefið fórnarlamb vanþroska foreldra í lífsgæðakapp-
hlaupi.
I bókunum Mömmustrákur og Vera er tekið meðal annars á vandanum að
sætta sig við nýtt foreldri. Höfundarnir gera þetta vel en þó er eins og Vera
sannfæri lesandann betur þó að hún sé styttra mál. Söguhetjan er einstaklega
trúverðug, lítil ákveðin hnáta sem spilar á umhverfi sitt eftir því sem hentar
best. Vandamálin í sögunni eru eins og lækjarniður í bakgrunninum, þau
eru þarna en mesta áherslan er á daglegu lífi Veru. Við sjáum hvernig hún
sættir sig smátt og smátt við ástandið án þess að of mikið sé gert úr
hugarangrinu.
I Mömmustrák er meiri áhersla á vanlíðan drengsins. Hann stendur ekki
einn að lausninni eins og í Veru heldur fær hann umtalsverða hjálp.
I sögunni Polli er ekkert blávatn er vandinn fólginn í vanþroska foreldr-
anna og jafnframt áfengisvanda föðurins. Söguhetja er tíu ára hugsandi
drengur sem á foreldra sem stöðvuðust einhvers staðar á þroskabrautinni.
Við fylgjumst með því hvernig drengurinn fer framúr foreldrunum í þroska
og hann umgengst þau eins og fullorðinn umgengst börn. I lokin er engin
breyting í augsýn í þá veru sem hann vonaðist eftir. Aftur á móti er hann
288